Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sendi frá sér myndband við lagið Your Day fyrir stuttu. Um ræðir fyrsta leikna myndbandið sem Jón sendir frá sér. Myndbandið skartar Eddu Björgvinsdóttur í aðalhlutverki.
Hann kynnti myndbandið á Facebook síðu sinni í gær með eftirfarandi orðum:
„Fyrsta leikna tónlistarmyndbandið frá Johnny Jay! Ótrúlega gaman að smíða lagið og textann, setja það í búning og búa svo til þetta myndband þar sem hin síunga og skemmtilega Edda Björgvinsdóttir brá sér í hlutverk hinnar uppátækjasömu Grímu. Ég vona svo sannarlega að þið hafið gaman af þessu, tileinkið ykkur boðskapinn og deilið þessu jafnvel ef þið eruð í geggjuðum gír.“
– Jón Jónsson
Skemmtilegt myndband við skemmtilegt lag.