Auglýsing

SKE frumsýnir nýtt myndband eftir Herra Hnetusmjör: Ár eftir ár

„Ég er gang, gang, gang, gang /
KBE: Ég er 203 Stjórinn /
Ekki test-a mig, mane /
Þú fellur á því prófi /“

Þannig hefst fyrsta erindi lagsins Ár eftir ár sem rapparinn Herra Hnetusmjör sendi frá sér í dag (sjá hér fyrir ofan); flæðið er fágað að vanda. 

Lagið pródúseraði Joe Frazier (Jóhann Karlsson) og myndbandinu leikstýrði Hlynur Hólm en hann leikstýrði jafnframt myndbandinu við lagið 203 Stjórinn sem Herra Hnetusmjör gaf út í fyrra. 

Í samtali við SKE í morgun hafði Herrann þetta að segja um tilurð lagsins:

„Hugmyndin á bakvið lagið er að ég er i rauninni að gera það sama, ár eftir ár: ,chill-a’ með skrákunum, ,flex-a’ hart og vinna mikið í því sem ég geri. Myndbandið endurspeglar þessa hugmynd en þar er ungur drengur fenginn til að leika mig í daglegum aðstæðum. Hann fer í klippingu, vinnur í hljóðverinu með Joe Frazier, verslar keðjur og tekur ,show.’ Skrákurinn sem leikur mig heitir Ólafur Sigurðarson en hann er litli bróðir rapparans Birnis, sem er góður félagi minn.“

– Herra Hnetusmjör

Hér fyrir neðan má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu ásamt myndbandi af Herranum að semja vísur að munni fram („freestyle-a“) yfir bítið Otis Redding í útvarpsþættinum Kronik.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing