Auglýsing

RIFF hefst í dag – Herzog við upprennandi leikstjóra: „Lesið Snorra Eddu.“

Fréttir

Hin árlega kvikmyndahátíð Reykjavíkur (RIFF) hefst í kvöld (28. september) með sérstöku opnunarhófi í Hafnarhúsinu. Gestgjafi verður Jóhann Alfreð Kristinsson og mun Dagur B. Eggertsson setja hátíðina formlega. Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir flytur árlega hátíðargusu kvikmyndargerðarmanna og Styrmir Hansson þeytir skífum fram eftir kvöldi (einnig mun sýningin Tvöföldun eftir franska kvikmyndagerðar- og myndlistarmanninn Pierre Coulibeuf hefjast samhliða opnunarhófi RIFF.) 

Nánar: https://riff.is/

Facebook-síða viðburðarins: https://www.facebook.com/event…

Hátíðin fer fram í Háskólabíó í ár og hefur dagskráin sjaldan verið veglegri; líkt og fram kom á Rúv.is þá er heildarfjöldi titla 226 „og þar af verða 86 myndir í fullri lengd, 68 stuttmyndir auk barnadagskrár sem verður í formi sérstakrar barnakvikmyndahátíðar.“ Hátíðinni lýkur 8. október.

Nánar: https://www.ruv.is/frett/barnam…

Áhugasamir geta verslað sér miða á hátíðina á Tix.is eða með því að kíkja við á Hlemmur Square (á milli 14:00 og 17:00 alla daga) eða í Háskólabíó (á milli 18:00 og 22:00 alla daga). 

Tix.ishttps://tix.is/is/riff

Eins og fram hefur komið verður þýski leikstjórinn og rithöfundurinn Werner Herzog einn af heiðursgestum RIFF í ár (ásamt franska leikstjóranum Olivier Assayas og hinni þýsku Valeska Grisebach).

Í tilefni þess er vel þess virði að rifja upp sígilt viðtal við Herzog í hlaðvarpsþættinum Entitled Opinions en þessi víðfrægi leikstjóri – sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndir á borð við Aguirre, the Wrath of God; Into the Abyss; Fitzcarraldo; meðal annars – var á sínum tíma fenginn sem sérstakur gestur til þess að ræða ágæti bókarinnar The Peregrine, eftir enska höfundinn J.A. Baker, sem er af mörgum talin eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar. 

Í viðtalinu veitir Herzog ungum og upprennandi leikstjórum ýmis ráð og undirstrikar hann meðal annars mikilvægi lesturs í því samhengi. Fer hann einnig yfir sínar uppáhalds bækur með hlustendum og nefnir hann sérstaklega Snorra Eddu:

„Snorra Edda er fyrir Íslandi það sem Dauðahafshandritin eru fyrir Ísrael … tvívegis hef ég handleikið Codex Regius handritið … ég segi ávallt við þá sem hyggjast skjóta heimildarmynd: Lestu Snorra Eddu. Þar uppgötvar maður hvernig goðsagnir geta sprottið upp frá hversdeginum.“

– Werner Herzog (Entitled Opinions)

Undir lok þáttarins ver Herzog talsverðum tíma í því að þylja upp nöfn dverganna í Völuspá og lætur eftirfarandi ummæli falla:

„Bestu rapparar heims gætu ekki toppað þennan hrynjanda!“

– Werner Herzog (Entitled Opinions)

Þáttinn má nálgast í heild sinni á iTunes eða á heimasíðu hlaðvarpsins Entitled Opinions: https://entitledopinions.stanf…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing