Auglýsing

Daily Show spyr repúblikana „hvenær var Ameríka frábær?“

Útsendarar The Daily Show voru viðstaddir ráðstefnu Repúblikana-flokksins í Bandaríkjunum sem fór fram dagana 18. til 21. júlí í Cleveland, Ohio. Lögðu þeir spurninguna „hvenær, nákvæmlega, var Ameríka frábær?“ fyrir flokksmenn. Eins og flestir vita þá er slagorð forsetaframbjóðandans Donald J. Trump „Make America Great Again“ (Gerum Ameríku frábæra aftur). Slagorðið var upprunalega notað af Ronald Reagan í forsetakosningunum árið 1980. Eins og sést í myndbandinu þá áttu viðmælendur í talsverðum erfiðleikum með því að svara spurningunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing