Auglýsing

Stór dagur í rapptónlistinni á morgun

Á morgun, föstudaginn 9. desember, verður stór dagur í útgáfu rapptónlistar – hvorki meira né minna en níu plötur líta dagsins ljós á þeim degi. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þessar væntanlegar plötur, ásamt hljóðbrotum frá Youtube:

Ab Soul – DWTW (Do What Thou Wilt)

Ab Soul er hluti af TDE (Top Dog Entertainment) genginu, ásamt þeim Kendrick Lamar, Jay Rock, Schoolboy Q og fleirum. DWTW er fjórða hljóðversplata Soul og mun hún geyma lögin Huey Knew, Braille, D.R.U.G.S. og Threatening Nature, meðal annars. Í tilefni útgáfunnar, sendi hann frá sér myndband við lagið D.R.U.G.S. í gær. 

The Dream – Love You To Death

Terius Youngdell Nas, betur þekktur sem The Dream, hefur komið víða við í tónlistinni og samið lög fyrir listamenn á borð við Britney Spears, Justin Bieber, Beyoncé og fleiri. Á morgun gefur hann út EP plötuna Love You To Death, en þetta er fyrsta útgáfa hans frá því að hann gaf út stuttmyndina Genesis. The Dream hefur þó ekki setið auðum höndum í ár, en hann aðstoðaði við gerð platnanna Lemonade og The Life of Pablo.

J. Cole – 4 Your Eyez Only

4 Your Eyez Only verður fjórða hljóðversplatan sem rapparinn J. Cole sendir frá sér (þetta verður einnig fyrsta platan sem plötufyrirtækið Interscope gefur út eftir kappann). Í vikunni gaf Cole aðdáendum forskot á sæluna með útgáfu laganna False Prophets og Everybody Dies. 

Yasiin Bey – December 99th

Áður fyrr var rapparinn Yasiin Bey þekktur sem Mos Def. Á morgun sendir hann frá sér níu laga plötu í samstarfi við pródúserinn Ferrari Sheppard. Platan mun innihalda lögin N.A.W. og Local Time, sem Yasiin var nú þegar búinn að gefa út. Í kjölfarið mun hann leggja af stað í sitt síðasta tónleikaferðalag um Bandaríkin, að eigin sögn. 

Charles Hamilton – Hamilton, Charles

Rapparinn Charles Hamilton hefur lengi glímt við geðræn vandamál. Stuttu eftir að hann undirritaði stóran plötusamning við Interscope, sem síðar var rift, fór hann í fangelsi og var, um skeið, heimilislaus. Nú ætlar hann að endurheimta frægðina og framann með útgáfu plötunnar Hamilton, Charles – eða svo segir sagan.

Tech Nine – The Storm

Tech Nine er enginn nýgræðingur þegar það kemur að útgáfu, en platan The Storm er sautjánda hljóðversplatan sem rapparinn gefur út á ferli sem spannar 25 ár (Tech Nine hóf ferilinn með hljómsveitinni Black Mafia sem stofnuð var árið 1991). 

Post Malone – Stoney

Stoney er fyrsta platan sem Bandaríski rapparinn Post Malone gefur út á vegum Republic Records. Platan mun skarta góðum gestum á borð við Justin Bieber, Kehlani, Quavo og 2 Chainz. 

Hodgy – TheNotTheOtherSide

Hodgy er einn af meðlimum Odd Future gengisins og var hann áður fyrr þekktur sem Hodgy Beats. Þann 9. desember mun hann gefa út sína fyrstu plötu, TheNotTheOtherSide, sem skartar, meðal annars, röppurunum Busta Rhymes og Lil Wayne. Platan verður gefin út af Odd Future Records og Columbia Records. Lögin Barbell og Final Hour hafa nú þegar litið dagsins ljós. 

Lloyd – Tru

Ekki beint rappplata, hér á ferð, en einhver tenging þar á milli, engu að síður. Söngvarinn Lloyd sendi frá sér lagið Tru síðastliðinn maí. Fimm ár voru þá liðin frá því að síðasta lag hans kom út. Í kjölfarið gaf hann út plötuna Out My Window í október. Á morgun, 9. desember, sendir hann frá sér EP plötuna Tru.  

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing