Auglýsing

Skoskur grínisti bregst við hatursmönnum Pokémon Go

Í síðustu viku ritaði Kanadabúi bréf til Pokémon spilara sem hann svo hengdi upp fyrir utan íbúðina sína. Skilaboð bréfsins voru sú að Pokémon spilarar væru ekki velkomnir á lóðinni hans og ættu jafnframt að gera eitthvað betra við líf sitt:

Nú hefur skoski grínistinn Joe Heenan brugðist við ofangreindu bréfi með eigin skriflegri orðsendingu þar sem hann býður Pokémon spilurum velkomna í garðinn sinn. Einnig hvetur hann þá til dáða:

Bréf Heenan hefur vakið athygli í netheimum og virðast flestir vera ánægðir með þessi skilaboð grínistans.

Aðspurður út í bréfið sagðist Heenan ekki hafa búist við jafn frábærum viðbrögðum en telur engu að síður að heimurinn þurfi á jákvæðni að halda þessa dagana.

„Heimurinn er bölsýnn staður og mér fannst því nauðsynlegt að bregðast við með smá jákvæðni.“

Eflaust geta flestir tekið undir það.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing