Fréttir
Í gær (25. september) birti breska vefsíðan Metro News fremur furðulega frétt undir yfirskriftinni Liðsmaður Everton, Mason Holgate, veit ekki hvað hreindýr eru – Gylfa til mikillar skemmtunar.
Nánar: https://www.metro.news/everton…
Í greininni kemur fram að liðsfélagar hins tvítuga varnarmanns, Mason Holgate, geri nú mikið grín að honum í búningsherberginu eftir að hann ljóstraði upp um eigin vanþekkingu á blaðamannafundi eftir sigur Everton á Bournemouth á Goodison Park síðastliðinn laugardag:
„Um daginn vissi ég ekki hvað hreindýr væru. Nú er alltaf einhver sem gerir grín að mér á æfingum. Þetta var slæmt – ég hélt bara að hreindýr væru uppspuni! Það er búið að hæðast mikið að mér, og þá sérstaklega Gylfi.“
– Mason Holgate
Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Gylfi kemst í blöðin með fulltingi hreindýra; í maí á þessu ári greindu breskir fjölmiðlar frá því að velskur bónda hafi skýrt hreindýrakálf í höfuðið á íslenska miðjumanninum, sem þá var liðsmaður Swansea – og almennt talinn besti leikmaður liðsins.