Franski tónlistarmaðurinn Petit Biscuit heitir réttu nafni Mehdi Benjelloun og fæddist 10. nóvember árið 1999. Er hann því aðeins 19 ára gamall.
Í maí 2016 gaf Petit Biscuit út samnefnda EP plötu en um var að ræða fyrstu stuttskífu tónlistarmannsins. Fylgdi hann svo útgáfunni eftir með hljóðversplötunni Presence ári seinna.
Í byrjun október tróð hann upp í hljóðveri Like A Version í Ástralíu og flutti tvö lög: ábreiðu af laginu 1901 eftir hljómsveitina Pheonix og lagið Problems sem er að finna á plötunni fyrrnefndri Presence (sjá hér að ofan). Athygli vekur að Petit Biscuit söng ekki lagið Problems sjálfur, heldur fékk hann nýsjálensku söngkonuna Bene til þess að liðsinna sig.
Ef eitthvað er að marka athugasemdakerfi Youtube eru margir á því að Bene gerir lagið talsvert betra. Bene er einnig ung að árum, eða aðeins 18 ára gömul.
Nánar: https://www.neckofthewoods.co.n…
Like a Version er vikulegur liður á áströlsku útvarpsstöðinni Triple J, þar sem bæði ástralskir og alþjóðlegir listamenn koma fram í beinni í hljóðveri stöðvarinnar og flytja eitt lag eftir sjálfan sig og eina ábreiðu, yfirleitt.
Hér fyrir neðan eru svo nokkrar góðar ábreiður frá Like A Version.