Auglýsing

Youth of Babylon sendir frá sér nýtt myndband: „Ljúfa ást“

Í gær (24. september) gaf raftónlistarmaðurinn Sigurður Finnbogason (Siggy Banzela) út myndband við lagið Ljúfa ást á Youtube (sjá hér fyrir ofan) en um ræðir lag sem tilheyrir raftónlistarverkefninu Youth of Babylon. 

Myndbandinu leikstýrði Felix Jakel í samstarfi við Hendrik Kintscher og var myndbandið að mestu leyti tekið upp í sveitinni hjá foreldrum Sigurðar.  

„Myndbandið fjallar um undarlegan draum sem ungi maðurinn dreymir – í raun hálfgerða martröð – þar sem álfkonur reyna að lokka hann inn í hulduheima. Kristalkúlan í myndbandinu er táknmynd þess að heimurinn sem við lifum í er dularfullur og hverfull og margt sem við sjáum er tálsýn og blekking. Draumurinn endar ekki vel og þarf söguhetjan að sætta sig við hlutskipti sín í mannheimum. Það má því segja að það sé eitthvað um dulspeki í myndbandinu sjálfu en draumar geta oft og tíðum verið skrýtnir; eflaust túlkar hver og einn myndbandið á sinn hátt.“

– Sigurður Finnbogason

Hér er svo myndband við lagið Slave For You sem Youth of Babylon gaf út í apríl á þessu ári. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing