Grínistinn Trae Crowder, betur þekktur sem „the liberal redneck“ (titill sem mögulega útleggst sem ,frjálslyndi og fátæki hvíti maðurinn frá suðurríkjum Bandaríkjanna’) hefur verið í sviðsljósinu nýlega sökum myndbanda sem hann gefur út á Facebook og Youtube. Í myndböndunum tæklar hann málefni á borð við transfólk, Donald Trump og Brexit á sinn einstaka hátt.
Nýjasta myndband Trae Crowder hefur hins vegar slegið öll met en í myndbandinu ávarpar hann meðbræður sína (fyrrgreinda „rednecks“) um mikilvægi Black Lives Matter hreyfingarinnar. Rök hans eru umdeild (og satírísk) en hann vill meina að lögreglumenn og „rednecks“ séu óvinir að eðli sínu.
Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið hörð ef marka má ummæli Trae Crowder á Facebook síðu sinni:
„Andvarp. Þetta er fyrsta myndbandið sem ég gef út sem uppsker mikið af hatursfullum skilaboðum frá fólki sem skilur þetta ekki. Kannski ef við höldum áfram að deila okkar reynslum og tölum saman á hreinskilningslega hátt, þá getum við opnað hug annarra. Er ég að vonast eftir of miklu? Ég vona ekki.“ („:Sigh:: This is the first video where I’m really getting a lot of hateful messages from people who simply do not get it. Maybe if we keep sharing our own experiences and engaging in honest conversations, we can help open some minds. Am I being too hopeful? I hope not.“)
– Trae Crowder