Auglýsing

Lil Wayne syngur með Friends laginu í furðulegri auglýsingu

Síðastliðinn sunnudag birti sjónvarpsstöðin Fox ofangreinda auglýsingu fyrir NFL-deildina í Bandaríkjunum þar sem rapparinn Lil Wayne syngur með laginu I’ll Be There For You eftir hljómsveitina The Rembrandts (betur þekkt sem þemalag sjónvarpsseríunnar Friends). 

Í byrjun myndbandsins er eins og að Lil Wayne sé að búa sig undir að rappa þegar Friends lagið svokallaða fer skyndilega í gang – honum til mikillar undrunar. 

Í breyttum texta lagsins biðlar ónefndur söngvari, fyrir hönd aðdáenda, til liða deildarinnar að tapa ekki fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í röð („don’t go 0 in 2“).  

You already brought your loyal fans to tears /
‘Cause it hasn’t been your day, your week, your month /
For like 15 years /
Please don’t go 0-2 /
Just ’cause you can’t catch a ball /

Ekki er ljóst hvers vegna Lil Wayne var ráðinn í hlutverkið þar sem hann er stuðningsmaður Green Bay Packers en liðið vann fyrsta leik tímabilsins gegn Seattle Seahawks 17-9. Á því texti lagsins ekkert sérlega vel við Wayne sjálfan.

Er þetta í annað sinn á stuttum tíma þar sem þekktur rappari skopstælir Friends en í byrjun ágúst lék Jay-Z sér að þessari vinsælu sjónvarpsþáttaröð í myndbandinu sínu við lagið Moonlight.

 Nánar: https://www.rollingstone.com/mu…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing