Auglýsing

Góðgerðartónleikar Rauða Krossins á KEX

Rauði krossinn í Reykjavík í samstarfi við Kex Hostel efnir til góðgerðartónleika á Kex Hostel miðvikudagskvöldið 30. nóvember. Dagskráin er þétt:

Cheddy Carter
Omotrack
Berndsen
Emmsjé Gauti
Hildur

Öll innkoman af tónleikunum rennur til verkefnisins Frú Ragnheiður – skaðaminnkun sem er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með fíknivanda. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga.

Skemmtilegt kvöld framundan með þessum frábæru listamönnum. Miðaverð er litlar 1.500 kr. og er posi á staðnum. Tónleikarnir verða inni á Gym og Tonik salnum. Húsið opnar 19:30.

Hér fyrir neðan má svo hlýða á tóndæmi frá ofangreindum listamönnum:





Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing