Auglýsing

Norðlenski rapparinn MCMG gefur út sitt fyrsta myndband: „Alright“

Í gær gaf rapparinn MCMG (sem heitir réttu nafni Guðmundur Sverrisson) út myndband við lagið Alright á Youtube (sjá hér fyrir ofan). Lagið pródúseraði B-LEO og var það Þorbergur Erlendsson sem leikstýrði myndbandinu. 

Í samtali við SKE í gærkvöldi sagði rapparinn að hlustendur mættu vænta meira efnis á komandi misserum: 

„Þetta er fyrsta lagið og myndbandið sem ég sendi frá mér – en það er hellingur á leiðinni. Ég hef verið í samstarfi við The Swede úr 808 Mafia og þar af leiðandi er íslensk náttúra í ákveðnum forgrunni, þ.e.a.s. til að vekja athygli erlendis.“

– MCMG

Fyrir þá sem ekki þekkja til 808 Mafia þá er þetta bandarískt taktsmiðateymi sem samanstendur af rúmlega tuttugu taktsmiðum. Hópurinn hefur pródúserað fyrir listamenn á borð við Waka Flocka Flame, Gucci Mane, Future, Drake, Migos, o.fl. 

Hér fyrir neðan er lagið Moves sem taktsmiðurinn Fuse úr 808 Mafia pródúseraði fyrir Íslandsvininn Big Sean.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing