Reply All er þáttur um internetið. Eða þannig. Eins og má greina frá umsögnunum hér fyrir neðan þá snýst þátturinn meira um fallegar sögur (og oft á tíðum erfiðar). Þeir PJ Vogt og Alex Goldman stýra skútunni og fer nýr þáttur í loftið sérhvern miðvikudag. SKE mælir sérstaklega með þættinum Friendship Village (áður „the Time Traveler and the Hitman“). Þar er rætt við Robin Radcliff sem afplánar lífstíðardóm í Bandaríkjunum fyrir þær sakir að hafa ráðið leigumorðingja til þess að myrða eiginmann sinn. Hún óskar sér ekkert heitar en að ferðast aftur í tímann og breyta rétt.
„Frábær þáttur. Í raun uppáhalds þátturinn okkar hér á Radiolab þó svo að við segjum engum frá því … í raun er það ekkert leyndarmál samt.”
-Jad Abumrad, Radiolab
„Þrátt fyrir nafnið er Reply All ekki hlaðvarpsáttur um tæknina – þetta er þáttur þar sem fallegar og sérdeilis mannlegar sögur, kryddaðar með smá skírskotun í tæknina, fá að njóta sín.”
-Nick Quah, Vulture
„Einfaldlega besti þátturinn á netinu. Reply All er hugarfóstur tveggja snillinga, PJ Vogt og Alex Goldman.“
-Slate France
“Reply All gefur sig út fyrir að vera þáttur um internetið, en þeir sem hlusta reglulega vita að það er helber lygi.”
-The Atlantic
Nánar: https://gimletmedia.com/show/reply-all/
Einnig má nálgast þáttinn á iTunes.