Auglýsing

Hornið

Í síðustu viku heimsótti ég Hornið. Hornið er veitingastaður sem flestir Íslendingar þekkja. Flestir Íslendingar þekkja Hornið á sama hátt og þeir þekkja andstyggilegt veður og óhagsýna fjármálamenn #church#realtalk. Hornið opnaði dyr sínar 1979 og síðan þá hefur nánast ekkert breyst. Hornið hefur haldið tryggð við eigin karakter í 36 ár (ég hef hins vegar ekki sýnt eigin sjálfi neina hollustu og breytist dag frá degi). Það er einhver tímalaus blær yfir Horninu. Hornið er eins og vampíra: hlýleg og vingjarnleg vampíra sem hefur tamið sér þann sið að framreiða hágæða ítalskan mat sem angar af blómstrandi rósaknöppum. Í gegnum árin hefur Hornið verið þekkt fyrir sínar bragðgóðu pizzur. Í orðtengslatilraunum bregðast 83% Íslendinga við orðinu ‚Hornið‘ með orðinu ‚pizza‘. Hin 17% setja upp saltkringlusvip og segja ‚uuuhmmmmhaaaaaa‘ (óstaðfest tölfræði). En hvað um það. Þegar ég heim sótti Hornið var ég í stuði fyrir eitthvað annað en pizzu. Ég fletti í gegnum matseðilinn eins og vel lesinn aðalsmaður og valdi Penne con Salame e Funghi. Penne con Salame e Funghi er útlenska fyrir penne pasta með pepperóní og sveppum (hugsanlega er þetta ítalska, hugsanlega er þetta Esperanto; ég var á tungumálabraut og er mjög næmur fyrir framandi tungumálum). En þetta var ekki tæmandi lýsing á réttinum (seinna meir komst ég að því að þarna voru líka tómatar, rjómi og chili). Er ég beið eftir komu matarins, þá starði ég út um gluggann. Ég gerði mitt besta til þess að hugleiða verðug og aðkallandi málefni eins og hlýnun jarðar, ójöfnuð og þær brjóstumkennanlegu aðstæður sem sýrlenskir flóttamenn búa við. En ég hneigðist að öðrum efnum. Ég fór að hugsa um Cosmo Kramer: Cosmo Kramer sem ber í barborðið og reynir að fanga athygli Joe DiMaggio með einlægum ýlfrum. Sýra. Þjónninn kom með réttinn stuttu seinna. Þetta var „chöbbý stöff“, (Chöbbý‘ er slangur sem þýðir ‚feitt‘). Ég gereyddi þessu pasta með munninum. Ég mæli með þessu. Aðallega vegna þess að þetta er svo „chöbbý.“

Orð: Skyndibitakúrekinn

www.hornid.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing