Hljómsveitin Aroma samanstendur af þeim Bjarka Ómarssyni og Viktori Sigursveinssyni. Hljómsveitin gaf út samnefnda EP plötu í september í fyrra og vinnur nú að sinni annarri plötu. Í lok október sendi sveitin frá sér lagið Secret, ásamt myndbandi (sjá hér fyrir neðan). Hljóðheimurinn minnir einna helst á níunda áratuginn og er SKE á þeirri skoðun að rödd Viktors, sem einkennist af miklu rokki og miklum styrk, leiði til fágæts hljóðkokteils; eftir fyrsta sopann, bíður SKE óþreyjufullt eftir fleiri lögum, meira víni.
Í samtali við SKE fyrr í vikunni hafði Bjarki þetta að segja um myndbandið og væntanlega plötu:
„Þetta er mjög sennilega ódýrasta tónlistarmyndband sögunnar, en við erum ánægðir með útkomuna engu að síður… eins og stendur erum að vinna að annarri plötunni okkar. Það má segja að hún verði í einskonar „Dirty Pop“ / „’80s“ búning.“
– Bjarki Ómarsson
Hér fyrir neðan má hlýða á fleiri lög eftir Aroma.
Nánar: https://www.facebook.com/aroma…