Drue Tranquill er einn af fyrirliðum Notre Dame háskólans í ruðningi en liðið er eitt það virtasta í sögu deildarinnar; Notre Dame hefur unnið meistartitilinn tuttugu og einu sinni og hafa leikir liðsins verið sýndir í beinni á sjónvarpsstöðinni NBC frá 1991 (lengur en öll önnur lið deildarinnar).
Í byrjun júlí var kærasta Drue, Jackie Gindt, stödd á Íslandi í sumarfríi – og ákvað Drue að koma henni á óvart og skella sér á skeljarnar. Plataði hann vin sinn og tökumanninn Matthew Millay með sér en hann festi bónorðið á filmu (sjá hér fyrir ofan). Myndbandið rataði á Youtube í síðustu viku en í texta sem fylgir myndbandinu segir Matthew að um mikla tímaþröng hafi verið um að ræða:
„Þar sem Drue er einn af fyrirliðum Notre Dame þá höfðum við ekki nema 36 klukkutíma á Íslandi til þess að skipuleggja og skjóta myndbandið … en eins og sjá má heppnaðist þetta vel.“
– Matthew Millay
Var Drue Tranquill einlægur í bónorði sínu og vitnaði hann meðal annars í orð guðs:
„Guð segir það margoft í ritningunni að hann komi englum fyrir í lífi mannanna og ég trúi því að hann hafi komið þér fyrir í lífi mínu, sem engli. Að hugsa um mig, elska mig og vernda mig.“
– Drue Tranquill
Nánar: https://www.ndinsider.com/footb…
Síðastliðið laugardagskvöld (9. september) tapaði Notre Dame fyrir Georgia háskólanum en hér fyrir neðan má sjá viðtal við Drue eftir leikinn.