Hvað er í matinn?
Fyrir stuttu heimsótti SKE veitingastaðinn Reykjavík Meat á Frakkastígnum og þá í því augnamiði að ræða við kokkinn Víðir Erlendsson, yfirkokk veitingastaðarins.
Viðtalið var liður í myndbandsseríunni Hvað er í matinn? þar sem SKE flakkar á milli veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu og ræðir við matreiðslukonur og menn um matseld og magarúm.
Reykjavík Meat opnar dyr sínar fimmtudaginn 6. september en líkt og fram kemur í viðtalinu eru allir velkomnir á Reykjavík Meat—grænmetisætur þar með taldar:
„Þrátt fyrir að staðurinn heiti Reykjavík Meat þá bjóðum við alla velkomna. Það er svolítið okkar sérstaða meðal steikhúsa að bera einnig fram grænmetisrétti.“
– Víðir Erlendsson
Áhugasamir geta kynnt sér matseðil Reykjavík Meat nánar með því að heimsækja Facebook-síðu veitingastaðarins.