Auglýsing

„franska víkingaklappið best.“ – lesendur ósammála

Í umdeildri grein sem birtist á vefsíðu the Daily Mirror í gær eftir sigur Frakklands á Þýskalandi, skrifar blaðamaðurinn Thomas Bristow nokkur orð undir yfirskriftinni „Frakkarnir stela víkingaklappinu blygðunarlaust af Íslendingum og gera það jafnvel ENN BETUR.“

Greinin hljóðar eitthvað á þennan veg:

„Rán um hábjartan dag. Eða, í rauninni, rán seint um kvöld. Franskir leikmenn og aðdáendur hafa stolið íslenska víkingaklappinu á ótrúlegan hátt. Hvernig dirfast þeir! En það sem er enn ótrúverðugara er að þeim tókst að gera það enn BETUR. Þessi ógnvekjandi siður var vinsæll meðal íslensku aðdáenda og hafði svo mikil áhrif að hann sló í gegn meðal annarra aðdáenda mótsins. En siðurinn fór úr því að vera ógnvekjandi og truflandi kænskubragð yfir í það að vera ákveðin brú á milli stuðningsmanna og leikmanna (líkt og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.) Gervallt franska liðið stóð fyrir framan aðdáendur sem ein heild og tókst þeim að framkvæma besta víkingaklappið til þessa. Gæsahúð.“

En ekki eru allir sammála þessum orðum, sérstaklega ef marka má könnun Daily Mirror fyrir neðan greinina þar sem lesendur eru spurðir „Hvaða þjóð gerði víkingaklappið betur? Ísland eða Frakkland?“

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar frá snemma morguns í dag (08.07.2016) eru hátt í 80% þátttakanda á því að Ísland hafi gert þetta betur á meðan einungis 20% halda því fram að Frakkland hafi gert þetta betur.

Auðvitað er undirritaður jafn hlutlaus og Gummi Ben að lýsa leik íslenska landsliðsins en vísar hann þó í neðangreind myndbönd til stuðnings þeirrar skoðunar að Íslendingar eru, og verða, konungar víkingaklappsins:

Greinina má lesa í heild sinni hér:

https://www.mirror.co.uk/sport/row-zed/france-playe…

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing