Auglýsing

Mugison

SKE:
Að skapa
list er eins og að skipuleggja
góða
rómverska
orgíu.
Til þess
að halda
góða
rómverska
orgíu
þarf
maður,
fyrst og fremst, að vera
kunnugur glás
af fallegu fólki.
Því
næst,
þarf
maður
að hafa
viljann til þess
að koma
öllu
þessu
fólki
saman (kunnugleikinn einn hefur ekkert að
segja).
Að lokum,
þarf
maður
að eiga
nóg
af spíritus
(það
er með
öllu
ómögulegt
að skipuleggja
góða
orgíu
án
þess
að geta
boðið
upp á
nægilegt
magn af áfengi).
Vitaskuld kann þessi
myndlíking
að hljóma
skringilega, en veltu þessu
fyrir þér,
lesandi góður,
og þá kann
þetta
að verða
skiljanlegra: Til þess
að skapa
list þarf
listamaðurinn,
fyrst og fremst, að vera
kunnugur glás
af fallegum hugmyndum (sumsé,
hann þarf
að lesa,
hlusta og vera áhugasamur;
enginn höfundur,
sem ekki les, hefur ritað bók
sem er þess
virði
að lesa).
Því
næst,
þarf
hann að hafa
viljann til þess
að koma
þessum
hugmyndum saman (sumsé,
listamaðurinn
þarf
að hafa
viljann til þess
að skapa.
Einnig þarf
hann að hafa
næga
trú á listina
og sjálfan
sig til þess
að gefa
skít
í þá sem
líta
hann hornauga fyrir þessa
furðulegu
viðleitni).
Að lokum,
þarf
listamaðurinn
að hafa
ástríðu
fyrir því
sem
hann gerir (hann þarf
andlegan spíritus).
En það
er, að
sjálfsögðu,
eitt mikilvægt
atriði
sem aðgreinir
listsköpunina
frá rómverskri
orgíu,
það
er að
segja
– fæðingin;
það
síðasta
sem maður
vill, er maður
skipuleggur rómverska
orgíu,
er að samfarir
tveggja gestanna leiði
til þungunar.
En þetta
er akkúrat
það
sem
maður
sækist
eftir er maður
skapar list: að tvær
áður
fyrr (að því
virðist)
ósamsvarandi
hugmyndir komi saman og gefi af sér
nýja
hugmynd … fyrir stuttu settist ég
niður
með tónlistarmanninum
Mugison á Oddsson
Bazaar þar
sem listsköpunarferlið
var í
ávkeðnu
fyrirrúmi

Viðtal: Ragnar Tómas
Viðmælandi: Mugison
Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

(Einn
á stóru
hringlaga borði,
hlýði
ég
á hóp
eldri manna ræða
heimildarmynd Leonardo DiCaprio, Before the Flood, á
meðan
þeir
snæða
hádegisverð.
Hægt
og rólega
fyllist ég
skelfingu yfir vitfirringu mannkynsins, en reyni þó
að
hunsa
þær
hugleiðingar
á meðan
ég
leitast við að
skálda
áhugaverðar,
frumlegar spurningar til þess
að beina
að Mugison.
Ég
er eitthvað óttalega
andlaus. Hvar er innblásturinn
þegar
maður
þarf
á honum
að halda?
Um rétt
rúmlega
eitt leytið
röltir
Mugison í gegnum
andyrið og
í átt
að veitingastaðnum.
Hann er fúlskeggjaður, áhyggjulaus, kannski örlítið syfjaður. Ég
vinka. Hann kinkar kolli, gengur í átt að borðinu og tekur sér
sæti
við hliðina
á mér.
Við spjöllum
eitthvað um
ágæti
diktafónsins og ég tek strax eftir því hversu þægilegur Mugison er í viðmóti.
Ég
lít
yfir spurningalistann: Glataður.
Ófrumlegur.
Fyrirsjáanlegur.
Ég
ákveð
þ
ví
að
gleyma
spurningalistanum og vona að mér
takist að kokka
eitthvað gómsætt
án
uppskriftar. Ég
brýt
ísinn
með Airwaves.)

SKE:
Hvernig gekk á Airwaves?

Mugison:
Bara nokkuð vel.
Við spiluðum
mikið af
nýju
efni: tókum
fimm ný lög
og þrjú
gömul
– eða
þrjú
og hálft.
Við byrjuðum
á viðlaginu
í Stingum
af. Okkur fannst fyndið að
taka
bara viðlagið
og svo beint
í Murr
Murr. Taka tvo stærstu
hittarana og klára
þetta
bara!

(Ég hlæ.)

Mugison: Við vorum mjög spenntir fyrir því að spila þetta nýja stöff. Við spiluðum þetta mjög hratt, sem gerist alltaf, maður kemst ekki framhjá því. Maður verður taugaveiklaður, en þetta var gaman.

(Ég spyr hvort að það hafi verið stress í mönnum. Mugison segir Já, en einvörðungu vegna þess að nýja efnið var ekki alveg búið að setjast í höfuðið á mönnum.)

Mugison: Þetta verður aldrei snilld fyrr en þetta er alveg komið inn í undirmeðvitundina. Þá flýgur þetta áfram!

„Hálft Airwaves er náttúrulega að hitta vini sína, fá sér bjór og missa af atriðum.“

– Mugison

SKE: Ég og félagi minn röltum framhjá Fríkirkjunni hálftíma fyrir gigg, en þá var fullt út úr dyrum. Við enduðum á Pablo Discobar … þar duttu út þrír tímar, í einhverju kokteilamóki.

Mugison: Hálft Airwaves er náttúrulega að hitta vini sína, fá sér bjór og missa af atriðum. Fyrir tónlistarmenn er þetta ættarmót, að einhverju leiti. „Backstage-ið.“ Þetta er svo mikið rennerí. Allir að þykjast hafa séð einhverja snilld, strá salt í sárið: „Varstu ekki þarna!“ Glatað.

SKE: Sástu eitthvað fleira?

(Mugison viðurkennir að hann hafi ekki séð mikið á fimmtudeginum eða föstudeginum. En svo á laugardeginum sá hann alveg sturlað show hjá Kate nokkurri Tempest, sem sat mikið í honum.)

Mugison: Ég man að þegar giggið var búið þá leið mér alveg eins og þegar ég fór að sjá Bruce Lee í gamla daga í Mjóddinni. Þegar maður gekk út og hugsaði: „Ég ætla skrá mig í Þórshamar á morgun og fara að æfa karate. Lemja vonda kallinn.“

(Við hlæjum. Þjónustustúlkan kemur að máli við okkur og spyr hvort að við séum tilbúnir að panta. Mugison biður um andasalatið. Ég panta mér sveppapítsu.)

SKE: Þér langaði, sem sagt, beint upp í stúdíó?

Mugison: Já, ég fór beint heim eftir þetta, settist niður og starði út um gluggann. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Svo fór ég að horfa á myndbönd með henni á netinu og þar er hún ekki alveg eins töfrandi; hún er með einhvern sjarma sem skilar sér ekki í gegnum tölvuskjáinn.

SKE: En að öðru, til hamingju með nýju plötuna. Hafa viðtökurnar ekki verið góðar?

Mugison: Jú, að minnsta kosti frá vinum og vandamönnum – sem er náttúrulega Já kórinn minn.

(Mugison hlær.)

Mugison: En ég er líka bara svo sáttur með þessa plötu að mér er nærri því sama. Ég gat ekkert gert betur.

„Ég nota stúdíóið til að hugsa – vegna þess að ég les ekki nótur.“

– Mugison

SKE: Ég var að reikna þetta í hausnum: Níu lög, fimm ár – það gerir eitt lag á ca. fimm mánaða fresti, ef maður hugsar þetta þannig. Þú ert mikið að endurvinna lögin, taka upp aftur og prófa nýja hluti?

Mugison: Jú, sum lögin voru líka bara helvíti erfið.

(Mugison segist stundum taka upp margar útgáfur af sama laginu. Þrátt fyrir þessa miklu vinnu rata alls ekki öll lögin á plötu. Jafnframt viðurkennir hann að það sé leiðinilegt að vinna að lagi með öðrum hljómlistarmönnum í marga daga sem er svo ekki gefið út.)

Mugison: Svo er maður búinn að eyða tveimur vikum og hlustar á þetta: Þetta er lygi!

(Ég hlæ.)

Mugison: Ég nota stúdíóið til að hugsa – vegna þess að ég les ekki nótur. Þetta er náttúrulega mikil vinna, miðað við það ef ég hefði haft fyrir því að læra nótur. Þá mundi ég örugglega sjá og skilja þetta á blaðinu. En ég hef gaman að þessu ferli. Mér finnst þetta ekki vera leiðinlegt, þó svo að þetta taki langan tíma. Það er alltaf einhver þróun. Ég sé sjálfan mig fyrir mér sem skjaldböku, eða snigil. Ég er snigill með míkrafón, sem fer áfram einhvern millimetra í einu.

(Mugison hlær.)

SKE:
Ég
var einmitt að hlusta
á svo
gott „podcast“
um
daginn, sem fjallaði
um lagið Hallelujah
eftir Leonard Cohen – og,
sumsé,
muninn á Leonard
Cohen og Bob Dylan.

Mugison:
Já,
það
er
snilld! Ég
heyrði
það.

SKE:
Hlustaðirðu
á þennan
þátt?
Revisionist History?

(Það að Mugison hafi hlýtt á þennan þátt kemur mér verulega á óvart. Reglulega reyni ég að ræða hlaðvarpsþætti við vini mína og uppskert ekkert nema þögn; hlaðvarpsmenningin er ekki fyrir alla.)

Mugison:
Já,
hvað heitir
hann þarna,
gaurinn?

SKE:
Steven Pinker?

Mugison:
Glen Campbell?

SKE:
Nei, bíddu
… ha?

Mugison:
Er þetta
ekki gæinn
sem gerði
þarna

SKE:
Rhinestone Cowboy?

Mugison:
Nei, hvað heitir
hann …

SKE:
Þú ert
að tala
um rithöfundinn,
þáttastjórnandann?

Mugison:
Já.

SKE:
Hann heitir Steven Pinker.

(Þáttaastjórnandinn
heitir hvorki Steven Pinker né

Glen
Campbell
heldur
Malcolm Gladwell. Mugison hefur ruglað

saman
fnunum
Gladwell og Campbell, á
meðan
r
kst
rugla
tveimur Kanadabú
um
saman, sem eru jafnframt, báð
ir
tveir, fræð
imenn.)

Mugison:
Ertu ekki að meina
söguna
þar
sem Bob Dylan spyr Cohen hvað hann
hafði
verið lengi
að semja
Hallelujah og Cohen lýgur
að honum
og segir að það
hafi tekið hann tvö
ár, en í
raun og veru
voru þetta
fimm ár?

SKE:
Jú!
Hlustaðirðu
á þetta?
Ertu mikill hlaðvarpsmaður?

Mugison:
Ég
elska „podcast!“
Ég
hlusta mikið í göngutúrum
og í stúdíóinu
þegar
ég
er að vinna
í praktíkinni.
Þá er
alltaf þáttur
í gangi.

SKE: Það má þá segja að þú sért meiri Cohen í þér, heldur en Dylan? Í þættinum er sú kenning sett fram að hægt sé að aðgreina listamenn í tvo hópa: Þeir, sem líkt og Cohen, semja hægt og toppa seint og þeir, sem líkt og Bob Dylan, semja hratt og toppa snemma.

Mugison: Jájá, algjörlega … heldur betur.

(Þjónustustúlkan leggur matinn á borðið og við byrjum að rífa hann í okkur undireins, eins og tvær snyrtilegar skepnur. Mugison verður að úlfi (I’m A Wolf). Ég verð að svörtum Labrador hundi.)

SKE:
Já,
djöfull
var þetta
góður
þáttur.

Mugison:
Algjör
snilld þessi
þáttur!
Svo er líka
svo fyndið:
Maður
finnur það
þegar maður
er að tala
um sköpunarferlið,
hvort sem það
er í
útvarpi eða
sjónvarpi,
þá er
það oft
þannig
að maður
rétt
hoppar inn og verður
að koma
þessu
frá sér
á fimm
mínútum.
Maður
þarf
að vera
hressi gæinn,
svona í ætt
við það sem
fólk
þekkir
frá
FM.

(Mugison
setur upp leikrit, þ
ar
sem hann ræð
ir
við
einhvern
ofurpeppað
an
ú
tvarpsmann
á
FM.)

Mugison,
í hlutverki
fyrrgreinds
útvarpsmanns:
Lífið
er
snilld!
Það
er
snilld! Er
það
ekki!?

Mugison,
a
ð leika
sj
álfan
sig:
Jú,
l
ífið
er
snilld!

Mugison:
Skilurðu?
Þetta
er svona Ping-Pong, Ping-Pong og út.
Og maður
er að selja
eitthvað.
Ég
fann fyrir því í tengslum
við Murr
Murr, fyrsta hittarann minn.

(Mugison
bregð
ur
r
aftur í
gervi
ú
tvarspmannsins.)

Mugison
sem
ófrumlegur
útvarpsmaður:
Hvernig
datt
þér
þetta
í hug!?
Hvernig datt
þér
þetta
í hug,
þessi
snilld!?

Mugison,
a
ð leika
sj
álfan
sig: J
á,
ahhhh ….

g
hlæ
.)

„Það hefur enginn áhuga á þeirri hugmynd að listamaðurinn sé vinnumaður.“

– Mugison

Mugison: Svo sagði ég honum alla söguna, sem er bara löng og leiðinleg saga. Það hefur enginn áhuga á þeirri hugmynd að listamaðurinn sé vinnumaður. Það vilja allir að listamaðurinn sé bara einhvers konar … (Mugison hugsar sig um) … loftnet eða rör, að hann hafi einhverja snertu af snilligáfu. Eins og með Murr Murr, það byrjaði á einum streng, svo varð einhver þróun. Textinn var saminn á tveimur árum. Í þessu viðtali þá var ég að reyna segja satt. Svo var þetta náttúrulega aldrei prentað …

SKE: Þetta fór aldrei neitt?

Mugison: Fór aldrei neitt! Stuttu seinna samdi ég svo lagið Ljósvíkingurinn. Ég skrifaði það jafn hratt og það kom og sendi það svo á Hjálmana. Það var svo tekið upp um kvöldið, gefið út daginn eftir og varð hittari. Og það birtist alls staðar, því að fólk elskar svona sögur, sem er bara: „snilld, snilld, snilld, snilld!“ Þetta er stutt saga sem allir skilja: einn, tveir og þrír. Það nennir enginn að heyra: „Jaaaa, upprunalega var lagið í fís-moll og ég færði það síðan í g.“ Það er bara bla bla bla bla bla …

SKE:
Ég
hef mikinn áhuga
á listsköpunarferlinu

(Allan
ljó
smyndari
birtist allt í
einu,
eins og síð
hærður
meó í spænskri
puóperu. Ég
legg gaffalinn á
diskinn
til þess að
heilsa
honum, en gaffallinn tollir ekki á

disknum,
fellur á gólfið ásamt
lfri
tsusneið.
Á
meðan
é
g
lva
sjá
lfum
r
í
hljóði,
heilsast Mugison og Allan.)

Allan:
Blessaðir!
Eruð þið

dæla
í ykkur?

Mugison:
Já,
já,

SKE:
Hefurðu smakkað pítsunar hérna?

Allan:
Já,
mjög
góð.
Heyrðu,
ég
ætla
skoða
mig aðeins
um.

(Allan ráfar í burtu. Kveður sviðið.)

„Stundum byrjar maður að raula með þessu, yfirleitt einhver bull orð. Konan mín og börn geta vottað fyrir það – maður gerir þau geðveik!“

– Mugison

SKE:
En ég
hef verið að
skrifa
mikið sjálfur
og er alltaf að leita
af hugmynd sem verður
þess
valdandi að textinn
skrifar sig sjálfur.
Ef þessi
hugmynd er ekki til staðar
þá einhvern
veginn gerist ekki neitt. Af hverju ert þú

leita
þegar
þú semur?
Er þetta
laglína?
Einhver hljómur?
Hvað er
þetta?

Mugison:
Góð spurning
… hmmm
… oft á tíðum
þá er
þetta
mjög
órætt.
Oftast kemur hluti af músíkinni
fyrst, maður
finnur riff eða
hljómagang
sem maður
er stanslaust, jafnvel nokkra daga, að
eltast við.
Stundum byrjar maður
að raula
með þessu,
yfirleitt einhver bull orð.
Konan mín
og börn
geta vottað fyrir
það
– maður
gerir þau
geðveik!
Stundum hef ég
lent í því

systir hennar
Rúnu
(konan hans Mugison) er hjá okkur
í heimsókn
og stemningin verður
mjög
skrítin.
Maður
verður
að læsa
sig út
í bílskúr,
svo bankar einhver: „Ætlarðu
ekki að koma
í mat?“
„Nja, gefðu
mér
hálftíma“
… svo
gleymir maður
matnum, skilurðu?

(Mugison
hlæ
r.)

Mugison:
Þetta
er mjög
órætt,
en mjög
spennandi. Maður
eltir þessa
hugmynd í nokkra
daga. Svo tekur þetta
á sig
einhverja mynd. Þá er
maður
kominn með einhvers
konar beinagrind og stikkorð.
Þá finnst
mér
oft praktíkin
koma inn. Þá situr
maður
í marga
daga, jafnvel vikur, að reyna
láta
þetta
ganga upp. Fólki
finnst það
ekkert
spennandi. Maður
er eins og bókhaldari
að reyna
láta
þetta
ganga einhvern veginn upp – svo
að skatturinn
kalli ekki á gögnin!

SKE:
Ég
hef oft pælt
í því
hvort
að maður
þurfi
bara að koma
sér
í einhvers
konar hugarástand.
Maður
hugsar til þessara
augnablika þar
sem bestu hugmyndirnar komu: Hvað
var að
gerast
þá?
Ég
man að ég
ritaði
eitthvað sem
ég
var mjög
ánægður
með eftir
Reykjavíkurmaraþonið
og
hugsaði
með sjálfum
mér:
Ég
þarf
bara að keyra
mig líkamlega
út

(Mugison
hlæ
r.)

SKE:
En svo gerðist
ekki neitt. Þetta
er svo skrítið.
Hvaðan
koma þessar
hugmyndir?

Mugison:
Ég
er mikill áhugamaður
um þetta
ferli. Laxness, hann vann standandi t.d.. Ég
hef prófað
það.
Ég
hef lesið nokkrar
bækur
um listamenn og hvernig þeir
vinna, oft stel ég
nokkrum punktum. Eins og að ganga,
það kemur
mjög
sterkt inn: að vinna
í þrjá
tíma
og fara svo að ganga
í klukkutíma.
Leggja sig svo. Þá kemur
maður
allt annar inn og getur haldið áfram
í sköpuninni
seinni partinn. Þessi
vinna verður
mjög
þreytandi
þegar
heilinn er orðinn
þreyttur.
En ef maður
nær
aðeins
aðeins að endurræsa
sig með göngutúrum
eða
með því

leggja sig …
Svo er líka
mikilvægt
að skipta
um umhverfi og vinna með fólki.
Lesa bækur.

SKE:
Hefurðu
heyrt söguna
um Tom Waits þegar
listagyðjan
vitjar hans á þjóðveginum
í Los
Angeles? Hann var búinn
að vera
rembast í einhverja
daga og það
gekk
ekkert. Svo situr hann við stýrið
í mikilli
umferð þegar
hugmyndin loks kemur …

Mugison:
Já:
„Láttu
mig vera!“

(Við
hlæjum.
Mugison kannast augljó
slega
við
guna.
Tom Waits endar á því að

horfa
til himins og biðja listsagyðjuna

vinsamlegast að láta hann í friði
hann
er a keyra

og hafi hvorki gítar né blað eða

pappír til þess að varðveita þessa hugmynd.
)

SKE:
Trúirðu
á Guð?

Mugison:
Nei, en ég
er samt sem áður
mjög
trúaður.
Ég
trúi
því

ég skilji
ekki allt. Ég
get ekki afneitað göldrum
eða
kraftaverkinu sem þessi
tilvera er. Ég
fyllist lotningu gagnvart þessu
furðuverki.
Þetta
meikar bara ekkert sens. Að því
leyti er
einhvers konar trú,
eða
fávísi,
ég
veit það ekki.
Ég
trúi
ekki á Kristinn
guð en
mér
finnst trúarbrögð
mjög
áhugaverð.

SKE:
Ég
var að lesa
athugasemdirnar við lagið
þitt
Jesus Is A Good Name To Moan, þar
sem nokkrir trúræknir
Kanar voru að hneykslast
yfir textanum: „Þetta
má ekki.“

(Mugison
hlæ
r.)

Mugison:
Þetta
má ekki.
Kannski var það hrokafullt
að gera
þetta
lag, ég
veit það ekki.

SKE:
Mér
finnst það
geggjað
… ég
var einnig mjög
hrifinn af kenningunni sem þú
settir
fram í kringum
lagið,
þ.e.a.s.
að Guð
hafi
lagt bölvun
á kvenkynið
vegna
þess
að María
Mey fékk
ekki fullnægingu
þegar
Jesú var
getinn.

Mugison:
Já,
eða
í raun
var það
María
sem setti bölvun
á kvenkynið.
Ég
var sautján
ára,
í smugunni,
þegar
mér
datt þetta
í hug.

(Við hlæjum.)

Mugison:
Smá svona
sketsa grín.
Monty Python.

SKE:
Áttu
fleiri svona kenningar?

Mugison:
Ég
var duglegur í þessu
þegar
ég
var yngri. Þð
var t.d.
eitt lag á Mugimama
sem ég
taldi geta orðið
„monumental“
í sjálfshjálpargeiranum.
Mér
fannst ég
hafa ráðið
úr
dulmálinu,
þannig
að þetta
yrði
kennt á öllum
Dale Carnegie námskeiðum.

SKE:
Yesss!

Auglýsing

Mugison:
Í stað
þess að
vera þarna
í tvo
daga þá þyrftirðu
bara fimm mínútur.

(Við hlæjum. Þar sem ég hef sjálfur setið Carnegie námskeið
er ég sérdeilis

á
hugasamur
um hugmyndina á
bakvið
lagið.)

Mugison:
Lagið heitir
The Chicken Song. Það
fjallar um
það

menn eiga að fá innblástur
frá kjúklingnum
þegar
þeir
eru í vanda.
Vegna þess
að kjúklingurinn
eyðir
ævinni
í að reyna
fljúga,
en hann getur ekki flogið.
Kjúklingurinn
er samt ótrúlega
fullkomin vera: verpir eggjum daglega og fann upp reggíið,
með þessum
hálsahreyfingum

(Ég hlæ.)

Mugison:
Svo er kjúklingurin
að reyna
fljúga
dags daglega, en tekst það
aldrei
– samt
gefst hann aldrei upp. Meira að segja
eftir að það
er búið

höggva
af honum hausinn. Hann heldur samt áfram.
Í tíu
míútur
eða
eitthvað.
Yngri útgáfan
af mér
fannst þetta
sjúklega
fyndið,
þ.e.a.s.
að þeir
í Dale
Carnegie gætu
bara ýtt
á „play.“
Þarna er
komin jákvæðasta
fyrirmynd plánetunnar.

SKE:
Hugsarðu
oft til kjúklingsins
þegar
þú ert
að skapa?

Mugison:
Já,
maður
reynir að hvetja
sjálfan
sig áfram,
þegar
maður
glímir
við sjálfsefa.

SKE:
Ég
heyrði
svo góða
tilvitnun um daginn. Þýski
heimspekingurinn Arthur Schopenhauer sagði
að ástin
væri
eins og tveir broddgeltir sem reyna að
verma
sig með því

hjúfra
sig saman.

(Við
hlæjum.
Það
glamrar í
diskunum er
við höldum
áfram
að borða.
Einhverra hluta vegna finnst mér
að þetta
sé tímapunkturinn
til þess
að spyrja
út
í djammið
.)

SKE:
Besta fylleríið?

(Mugison
hugsar sig um og segir að það sé oft
erfitt að djamma á túrum, því að röddin getur farið. Þegar hann túraði með Queens
of the Stone Age, til dæ
mis,
var hann yfirleitt kominn upp í rútu

kl.12
sem
honum fannst há
lf
hallæ
rislegt.
Svo rifjar hann upp gott fylleri
,
nýafstaðið
, þegar
hljómsveitin
kom saman á ný
,
eftir langa pásu
,
fyrir vestan.)

Mugison:
Ég
fór
í svona
hálfgert
óráð.
Ég
fór
að tala
við skókassa.
Konan mín
sagði
við mig:
„Hvað ertu að
gera?“
Og ég
svaraði:
„Heyrðu,
ég
er að tala
við þetta
…“ Og
svo já,
heyrðu,
ég
er að tala
við skókassa
– þetta
er kannski ekki alveg eðlilegt.

(Ég hlæ.)

Mugison:
En ég
man alveg eftir því.
Þetta
hefur verið allltof
mikið af
einhverjum kokteilum og skotum. Mér
fannst það
alveg
sjúklega
sniðugt.

SKE:
Hafði
skókassinn
eitthvað að
segja?

Mugison:
Nei, ég
bara skil þetta
ekki. Mér
fannst þetta
samt svo gott. Heilinn lagði
sig og gleymdi að borga
í stöðumælir.
Tómt
rugl, í smá stund.
Þetta
er kannski ekki endilega birtingahæft,
ef mamma fer að lesa
þetta.

SKE:
Og bíddu,
það
eru
tvennir tónleikar
framundan í Hörpunni,
uppselt á þá báða.
Svo er Allan að fara
skjóta
myndband fyrir þig,
ekki satt? Er eitthvað annað
á dagskrá?

Mugison:
Þar
sem platan er á ensku
þá fer
maður
sennilega að sinna
erlendum hlustendum, bæði
í Bandaríkjunum
og annars staðar.
Ég
var svolíð
latur að fara
út
eftir að ég
gaf út
Haglél.
Ég
hugsa að ég
verði
því
að byrja
á
núlli
núna.

SKE:
Ahhh …

Mugison:
Sem verður
hressandi: Að spila
fyrir 50 manns og vona að það
verði
75 manns næst.

SKE:
Hugsa til kjúklingsins?

Mugison:
Hugsa til kjúklingsins!

„Það er augljóslega hnignun í gangi. Líkamlega.“

– Mugison

SKE:
Þú spilaðir
á 27
tónleikum
eftir að Haglél
kom út?
Er ekkert sambærilegt
uppi á teningnum?

Mugison:
Nei, ég
fór
bara svo seint í gang.
Það
var
bara allt uppbókað,
alls staðar.
Ég
þorði
ekki að bóka
fyrr en platan væri
tilbúin,
ef ég
skyldi hætta
við.
Þá væru
þetta
svo leiðinleg
símtöl.
Ég
var ekki tilbúinn
að fara
í þetta
fyrr en um miðjan
september. Þá voru
bara allir dagar uppbókaðir,
alls staðar.
Þannig
að þetta
var það
sem var
laust. Sex eða
sjö gigg:
Akureyri, Egilsstaðir,
Akranes, Ísafjörður,
Keflavík
og svo Harpan tvisvar. En svo í
febrúar/mars,
þá langar
mig að fara
í minni
bæi.

SKE:
Ég
er með svo
margar spurningar, er ekki kominn í
gegnum
helminginn.

Mugison:
Kýldu
á þetta!
Ég
reyni að svara
fljótt.

SKE:
Hmm
… Haglél
kom út
2011, þú varst
35 ára,
sem ýtir
undir kenningu mína
um að maðurinn
toppi 35 ára.
Ertu sammála
þessu?
Er hnignun í gangi
núna?

Mugison:
Alveg pottþétt.

SKE:
Er það
ekki?

Mugison:
Jú,
ég
greindist með vanvirkan
skjaldkirtil …

SKE:
Nei? Í alvörunni?

Mugison:
Jú,
í sumar.
Þannig
að það
er
augljóslega
hnignun í gangi.
Líkamlega.

SKE:
En ekki andlega; nýja
platan er mjög
góð.

Mugison:
Nei, en mér
finnst kannski að maður
verði
að taka
sér
lengri tíma.
Eldri bílar
þurfa
bara meira bensín
til þess
að komast
sömu
vegalengdir og þetta
helvítis
unga pakk! Sem hefur endalausan tíma.

(Við
hlæjum.)

SKE:
Ég
var að ljúka
lestri á bókinni
Veröld
sem var eftir Stefan Zweig. Í
bókinni
er að finna
magnaða
lýsingu
á
franska myndhöggvaranum
Rodin. Zweig heimsækir
Rodin á vinnustofu
hans og sá síðarnefndi
dettur í algjöran
ham: klæðir
sig í
sloppinn, byrjar að vinna
í nýjasta
verkinu sínu
og dettur út
í góðan
klukkutíma.
Rodin gleymir meira að segja
að Zweig
sé þarna
með honum.
Eftir þennan
klukkutíma
gengur hann út
og er við það

skilja
Zweig eftir, þangað
til
að Zweig
minnir á sig.
Mér
finnst þetta
svo mögnuð
lýsing
á sköpunarferlinu,
sem krefst svo rosalega mikillar einbeitingar. Ég
var að spá
í því
hvort
að það

ekki
miklu auðveldara
að ná
einbeitingu
í sveitinni,
í Súðavík
(þar
sem Mugison býr).
Tengirðu
mikið við
þessa
lýsingu
Zweig?

Mugison:
Já,
þetta
er sönn
lýsing.
Það
sem er
þægilegt
við Súðavík
er að lífið
er svo
einfalt. Ég
er með aðstöðu
í húsinu,
þannig
að ég
þarf
ekki að fara
neitt. Ég
elska Reykjavík
en það
er bara svo
erfitt að koma
hlutunum í verk.
Það er
stóri
munurinn, að vera
listamaður
er að klára.
Og þá er
þetta
nákvæmlega
það
sem hann er
að lýsa:
Þetta
er eiturlyfið sem
heldur manni gangandi. Þessi
euforía
sem maður
dettur í,
sjaldnar og sjaldnar. Þetta
er bananinn sem maður
eltir.

SKE:
Í einhverju
viðtali
sagðist
þú stundum
velta því
fyrir
þér:
Hvað ef
ég
dey á eftir?
Þessari
hugsun skýtur
reglulega upp í kollinn
á mér.
Þetta
er gott þegar
maður
er andlaus eða
þungur,
ágætis
viðmið.
En ég
ætlaði
að spyrja
þig:
Ef þú myndir
deyja í nótt,
hvernig myndirðu
verja restinni
af deginum? Án
þess
að fara
út
í þetta
fyrirsjáanlega:
börnin,
konan, fjölskyldan

Mugison:
Akkúrat
hmmm
… Fyrsti hálftíminn
yrði
sennilega „paranoia.“

(Við
hlæjum.)

Mugison:
Seinni hálftíminn
færi
í það

grenja og
jafna sig. Vonandi væri
maður
þá búinn
að klára
sorgarferlið.
Ég
veit það ekki,
ég
hugsa að það
yrði
eitthvað háskalegt.
Prófa
að fara
í svifflug
eða
eitthvað garpatengt:
Bara fokk it! Þetta
er hvort sem er búið.
Ég
ætla
fara í adrenalín
rússíbana
lífs
míns
hálftíma
áður
en ég
dey …

SKE:
„Þú getur
ekki rekið mig,
ég
er hættur,“
eins
og einhver sagði
um sjálfsmorð.

(Mugison
hlæ
r.)

Mugison:
Já,
en auðvitað
yrði
fyrsta svarið klisja.

„Ef það er einhver 16 ára sem er að lesa þetta, með einhverja drauma – þá er draumurinn bestur. Þar er eldsneytið og það er það skemmtilegasta. Það er þessi klukkkutími sem hverfur.“

– Mugison

SKE:
Að lokum,
er eitthvað sem
þú vilt
koma á framfæri.
Einhver spurning sem þú fékkst
ekki, sem þú hefðir
viljað svara?

Mugison:
Eitthvað sem
ég
er að pæla?

(Mugison
hugsar sig um.)

Mugison:
Kannski vegna þess
að við erum
búnir
að tala
svo mikið um
listina: Maður
er alltaf með minnimáttarkennd
gagnvart týpum.
Þegar
ég
var í MH
þá var
ég
eiginlega bara út
í smók.
Ég
þorði
ekki í Norður-kjallarann
og fannst þeir
vera alltof klárir
þarna
uppi. Manni langar svo oft að þóknast
einhverjum týpum
sem maður
ber mikla virðingu
fyrir, en svo er náttúrulega
aðalmálið,
sem að rapparar
hafa framyfir aðra
listhópa,
er að trúa
á sjálfan
sig. Bera virðingu
fyrir öðrum
en láta
það
ekki hafa
áhrif
á þig
ef öðrum
finnst þú vera
glataður.
Það
tók
mig langan tíma
að þora.
Ætli
að ég
hafi ekki verið 25
ára
þegar
fyrsta platan kom út.
Ef það
er einhver 16
ára
sem er að lesa
þetta,
með einhverja
drauma – þá er
draumurinn bestur. Þar
er eldsneytið og
það er
það
skemmtilegasta.
Það er
þessi
klukkkutími
sem hverfur. Það er

læsa
sig inni í drauminn.
En það tekur
tíma.
Maður
þarf
að gera
hlutina aftur og aftur og aftur. Þetta
eru alveg þessir
10.000 klukkutímar,
eða
hvað það

er. Menn
verða
bara að byrja
og fíla
það

vera
glataðir.

SKE:
Ég
held að þetta
sé fullkominn
endapunktur.

(SKE
hvetur lesendur til þess að kynna sér plötuna
Enjoy eftir Mugison. Einnig hvetur SKE lesendur til þess
skapa
list, að taka þátt í guðdómnum
, að gerast
milligö
ngumenn
tveggja áður
,
að því virðist
, ósamsvarandi
hugmynda.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing