Auglýsing

Nýtt frá Robyn: „Missing U“—ný plata væntanleg í ár

Í lok júlí voru átta ár liðin frá því að sænska söngkonan Robyn gaf út smáskífu en í gær (1. ágúst) gátu aðdáendur Robyn tekið gleði sína á ný. Þá rataði lagið Missing U á Youtube og streymiveitur (sjá hér að ofan) en lagið var frumflutt á útvarpsstöðinni BBC Radio 1 hjá útvarpskonunni Annie Mac.

Lagið samdi Robyn í samstarfi við Klas Åhlund og Joseph Mount (Metronomy) en söngkonan hefur lengi vel starfað með fyrrnefndum tónlistarmönnum. Á mánudaginn gaf Robyn einnig út sjö mínútna langt myndband á Youtube þar sem aðdáendur fengu forsmekk af laginu (sjá hér fyrir neðan).

Síðast gaf Robyn út plötuna Body Talk árið 2010. Árið 2014 gaf söngkonan út stuttskífu með Röyksopp og ári seinna gaf hún út aðra stuttskífa með hljómsveitinni La Bagatelle Magique. Í fyrra hljómaði lagið Honey í sjónvarpsþáttaröðinni Girls en lagið hefur enn ekki verið gefið út formlega.

Samkvæmt viðtali við Pitchfork vinnur Robyn nú að nýrri plötu en líkt og kom fram í samtali söngkonunnar við Annie Mac á BBC mun platan koma út í ár.

Nánar: https://pitchfork.com/news/rob…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing