Auglýsing

Nýtt frá 070 Shake: „Accusations“—senuþjófurinn snýr aftur

Besta lagið á plötunni Ye—sem rapparinn Kanye West gaf út síðastliðinn 1. júní—að mati margra er lagið Ghost Town (sjá hér að neðan)Lagið fangar anda og stíl West á fullkominn máta: óútreiknanlegt, fjölþætt og uppfullt af sál. Ásamt West sjálfum syngja PARTYNEXTDOOR, Kid Cudi og hin tvítuga 070 Shake einnig í laginu og eru flestir á því að hin síðastnefnda hafi stolið senunni (erindið hennar 070 Shake byrjar í kringum 02:31).

Frá útgáfu Ghost Town hafa margir beðið eftir nýju efni frá þessari hæfileikaríku söngkonu og voru aðdáendur hennar að ósk sinni síðastliðinn 20. júlí og þá með útgáfu lagsins Accusations (sjá hér að neðan). 

070 Shake hefur verið iðin við kolann í ár en ásamt því að hafa sungið viðlögin í lögunum Santeria eftir Pusha T og Not For Radio eftir Nas (Kanye West pródúseraði bæði lögin) gaf hún einnig út EP plötuna Glitter fyrr á árinu. 

Nánar: https://pitchfork.com/reviews/…

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband við lagið Swervin (Remix) eftir Rari Boys en um ræðir endurhljóðblandaða útgáfu af samnefndu lagi eftir 070 Shake.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing