Auglýsing

„Hef horft á milljón Tiny Desk tónleika í gegnum árin“

Tónlist

Í gær (22. júlí) birti bandaríski fréttamiðillinn NPR nýjasta þátt Tiny Desk Concert (sjá hér að ofan) en um ræðir tónleikaseríu þar sem tónlistarfólk hvaðanæva úr heiminum flytur eigið efni á óhefðbundnu sviði, sumsé—á pínulítilli skrifstofu. Eins og sjá má er andrúmsloftið yfirleitt afar náið og persónulegt. 

Gestur seríunnar að þessu sinni var hinn íslenski Ólafur Arnalds en hann flutti lögin Árbakkinn, Unfold, Saman og Doria. Ólafur deildi tónleikunum á Facebook-síðu sinni  í gær og sagðist vera mikill aðdáandi seríunnar:

„Ég hef horft á milljón svona tónleika í gegnum árin og nú er ég loks búinn að koma fram í Tiny Desk sjálfur. Ég vil þakka NPR og Bob Boilen kærlega fyrir. Ég tók nokkur ný lög, nokkur gömul. Ég vona að þið hafi gaman að.“

– Ólafur Arnalds

Hér fyrir neðan er hlekkur á heimasíðu NPR þar sem fyrrnefndur Bob Boilen fjallar um tónleika Ólafs Arnalds. Líkt og fram kemur í greininni voru áhorfendur mjög hugsi í garð sjálfspilandi píanóanna sem komu fram ásamt Ólafi: „Þið eruð eflaust að velta því fyrir ykkur, hvað og hvers vegna. Það er í raun ekkert auðvelt svar. Ég eyddi tveimur árum ævi minnar og öllum peningunum mínum—í að láta píanóin spila bleep-bloop.“ Síðar í greininni er vitnað aftur í Ólaf þar sem hann segir frá því að tæknin á bakvið fyrrnefnd sjálfspilandi píanó er hugarfóstur hans sjálfs og forritarans (og tónlistarmannsins) Halldórs Eldjárn.

Nánar: https://www.npr.org/event/musi…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing