Á morgun (29. júní) gefur SEINT út plötuna The World is Not Enough en í tilefni þess frumsýnir SKE hér með myndband við opnunarlag plötunnar, Sad Boy (sjá hér að ofan).
Myndbandinu leikstýrði Grétar Mar Sigurðsson og var kvikmyndataka í höndum Bjarna Svans. Í samtali við SKE í gær lýsti Joseph Cosmo—tónlistarmaðurinn á bak við SEINT—myndbandinu með eftirfarandi orðum:
„Myndbandið er einskonar innlit inn í innri heim mannlegrar vitundar og tengsl okkar við egó og guðlegrar tilveru. Þar sem tveir ólíkir þættir mætast sem eitt.“
– Joseph Cosmo
Hægt verður að streyma plötunni The World is Not Enough á heimasíðu SEINT (www.seint.org) á morgun en platan verður síðan aðgengileg á Spotify eftir helgi.
Þess má einnig geta að SEINT kemur fram á tónlistarhátíðinni RVK Fringe („Mini Music Festival“) sem fer fram næstkomandi 7. júlí á Dillon.
Nánar: https://www.facebook.com/event…
Hér fyrir neðan eru svo hlekkir á Facebook, Instagram og Soundcloud-síður SEINT ásamt fleiri lög eftir listamanninn.
Heimasíða: https://www.seint.org/
Facebook: https://www.facebook.com/seintmusic
Instagram: https://www.instagram.com/seintmusic
Soundcloud: https://soundcloud.com/seintmuzik