Auglýsing

Ný plata frá Teyana Taylor og Kanye West: „K.T.S.E.“

Um helgina rataði platan K.T.S.E. (Keep That Same Energy) eftir söngkonuna Teyana Taylor á Spotify (sjá hér að neðan). Platan inniheldur átta lög—sem víkur frá sjö laga reglunni sem virðist hafa verið í gildi á síðustu plötum sem útgáfufyrirtækið G.O.O.D. Music gefur út—en öll lög plötunnar pródúseraði Kanye West. Kanye West naut þó stuðnings annarra taktsmiða við gerð plötunnar en meðal þeirra sem lögðu hönd á plóg voru Mike Dean, 070 Shake og Evan Mast (Ratatat). 

Við fyrstu hlustun standa lögin Gonna Love Me, Rose In Harlem og Never Would Have Made It upp úr.

K.T.S.E. er fimmta platan sem kemur út með stuttu millibili sem Kanye West pródúserar en síðastliðinn mánuð hafa plöturnar Daytona eftir Pusha T, Ye eftir Kanye West sjálfan, Kids See Ghosts eftir Kanye West og Kid Cudi og platan Nasir eftir Nas komið út. 

Teyana Taylor og Kanye West eiga sér langa samstarfssögu. Taylor söng inn á plötuna My Beautiful Dark Twisted Fantasy sem Kanye West gaf út árið 2010 og kom hún einnig við sögu í laginu Christmas in Harlem sem kom út sama ár. Árið 2012 ritaði Taylor undir plötusamning hjá útgáfufyrirtæki Kanye Weset, G.O.O.D. Music, og kom að útgáfu safnplötunnar Cruel Summer. Fyrsta plata söngkonunnar, VII, kom út í nóvember 2014. Ári síðar gaf hún út EP plötuna The Cassette Tape 1994 en Kanye West samdi fyrsta lag plötunnar, Your Wish Is My Command. Þá lék Taylor einnig aðalhlutverkið í myndbandi Kanye West við lagið Fade. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing