Í fyrsta skipti í yfir 30 ár tekur bandaríska karlalandsliðið í fótbolta ekki þátt í HM—hvað eiga bandarískir aðdáendur að gera?
Svarið, samkvæmt nýrri auglýsingaherferð Volkswagen, er einfaldlega að stökkva á vagninn með aðdáendum annarra liða („jump on the wagen“); í herferðinni—sem Volkswagen vann í samstarfi við auglýsingastofuna Deutsch—bregða aðdáendur frá Belgíu, Swiss, Brasilíu, Íslandi og Þýskalandi fyrir, og reyna að sannfæra áhorfendur að halda með sínu liði.
Eflaust kann einhverjum að finnast hreimur leikkonunnar sem fer með hlutverk íslensku stuðningskonunnar vafasamur—sem og sú staðreynd að Víkingurinn í aftursætinu heitir Sven (sjá hér að ofan). Í auglýsingunni hvetur „íslenska stuðningskonan“ áhorfendur til að halda með Íslandi í ljósi þess að íslenskir stuðningsmenn eru einfaldlega og fáir til þess að framkalla ölduna („the wave“).
Hægt er að sjá lengri útgáfu auglýsingarinnar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan en alls framleiddi Deutsch sex auglýsingar: tvær sem eru þrjátíu sekúndur og fjórar sem eru fimmtán sekúndur en auglýsingarnar verða sýndar á Fox og Fox Sports.
Nánar: https://www.adweek.com/creativ…