Í gær (14. júní) gáfu almúgadrengirnir í hljómsveitinni Kajak út lagið Gullið kemur heim (sjá hér að ofan). Um ræðir lag til stuðnings íslenska karlalandsliðinu í fótbolta en eins og eflaust allir vita keppa Strákarnir okkar sinn fyrsta leik á HM á morgun—og þá gegn feiknasterku liði Argentínu.
Í samtali við SKE í gær lýstu liðsmenn sveitarinnar tilurð lagsins með eftirfarandi orðum:
„Fyrir rúmri viku síðan vorum við að vinna í litlum lagastúf sem fór síðan alltaf meir og meir að hljóma eins og fótboltasöngur þannig við slógum til og ákváðum að semja HM lag til stuðnings íslenska landsliðinu.“
– Kajak
Gullið kemur heim er væntanlegt á Spotify og aðrar tónlistarveitur um helgina. Hér fyrir neðan er svo lagið Gold Crowned Eagle sem Kajak gaf út 2013.