Auglýsing

Emmsjé Gauti gefur út nýtt myndband: „Eins og ég“

Í gærkvöld (13. júní) rataði rapparinn Emmsjé Gauti loks heim til sín eftir 13 daga tónleikaferðalag um landið. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fylgdi hann túrnum eftir með útgáfu nýs myndbands (sjá hér að ofan) en um ræðir myndband við lagið Eins og ég sem Baldvin Vernharðsson skaut og klippti síðar á 24 klukkustundum. Lagið pródúseraði REDDLIGHTS.

Eins og eflaust flestir vita gaf Gauti einnig út þrettán þátta myndbandsseríu á meðan á ferðalaginu stóð en áhugasamir geta séð alla þættina á Youtube-síðu Gauta. 

Nánar: https://www.youtube.com/channe…

Líkt og fram kemur í pistli sem rapparinn deildi á Facebook-síðu sinni tók túrinn ákveðinn toll en var þó upplifunin og útkoma myndbandsseríunnar fram úr öllum vonum:

„Ég labbaði inn um hurðina hjá mér í nótt eftir þrettán daga ferðalag fullur af alls konar tilfinningum. Þreytan og heimþráin var virkilega farin að segja til sín en í leiðinni fann ég fyrir söknuði þegar ég kom heim. Ég eyddi síðustu tveimur vikum í að keyra hringinn í kringum landið til að spila tónleika, kynnast fólki, njóta landsins og gera þætti. Hugmyndin að spila þrettán tónleika á þrettán dögum og gera úr því daglega þætti þrettán sinnum í röð er vissulega klikkuð en ég held að engan úr crew-inu hafi dottið í hug að þetta myndi taka jafn harkalega á og það gerði.“

– Emmsjé Gauti

Nánar: https://www.facebook.com/emmsj…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing