Fréttir
Síðastliðinn föstudag birti bandaríska tímaritið The New Yorker grein á vefsíðu sinni undir yfirskriftinni Forsmekkur af HM 2018: Messi gegn Ronaldo, göldróttir kettir, Ísland!!!, og tilfinningalegt samhengi mannlegrar tilvistar.
Nánar: https://www.newyorker.com/news…
Greinina ritar blaðamaðurinn Brian Phillips en líkt og flest annað sem The New Yorker sendir frá sér er hér á ferðinni einstaklega vel skrifuð grein.
Ásamt því að ræða skyggnigáfu kolkrabba, muninn á Messi og Ronaldo (Phillips lýsir Messi sem „axlalausum galdrakarli“ og Ronaldo sem „guði með gervisteinabeltissylgju“) og annað, fjallar pistlahöfundur einnig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Segist Phillips vera mjög spenntur fyrir þátttöku Íslands á mótinu: „Íbúafjöldi Íslands nemur u.þ.b. 340.000, svipaður fjöldi manna stendur á hliðarlínum hins venjulega NFL-liðs. Engu að síður fylgdi íslenska landsliðið frammistöðu sinni á EM 2016—þar sem Ísland sigraði hið öfluga, eða, næstum öfluga, lið Englands og komst þar með í 16-liða úrslit—með því að öðlast keppnisrétt á HM í fyrsta sinn í sögu Íslands.“
Í greininni má einnig finna sprenghlægilega lýsingu á upplifun hins hefðbundna íslenska stuðningmanns:
„Ísland, sem er í D-riðli ásamt Argentínu, spilar varnarsinnaðan fótbolta. Markmiðið er að halda betri liðum í skefjum og að skapa rými fyrir snöggar, hamslausar sóknir. Ef vel gengur upp er farsæll leikur íslenska landsliðsins—í augum hins hefðbundna stuðningsmanns—svolítið eins og 89 mínútna langt kvíðakast, kryddað með þrem til fimm yfirskilvitslegum atvikum; hreint út sagt ótrúleg upplifun.“
– Brian Phillips
Mælum við eindregið með greininni en áhugasamir geta lesið hana í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Nánar: https://www.newyorker.com/news…
Hér fyrir neðan er svo umfjöllun FourFourTwo á D-riðli mótsins.