Sala rafbíla hefur aukist um helming síðustu mánuði á Íslandi og Tesla hefur séð að nú er markaður fyrir rafmagnsbílana hér á landi. Elon Musk stofnandi Tesla staðfesti opnunina á Twitter fyrir nokkru.
Hingað til hafa eigendur Tesla rafbíla ekki getað fengið almennilega þjónustu fyrir bíla sína á Íslandi. En nú verður breyting á þar sem að ný starfsstöð Tesla opnaði á Krókhálsi nú í morgun.
Nú getur fólk prufukeyrt glænýja Tesla bifreið áður en fjárfest er í slíkri. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla verða bílar sem pantaðir eru í dag, afhentir á fyrrihelming næsta árs.
Bílarnir sem verða í boði hér á landi munu kosta frá rúmum 5 milljónum og upp í tæpar 15 milljónir.