Auglýsing

Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku

Brotist var inn í tölvukerfi HS orku fyrr í sumar og svikin út greiðsla sem nemur á fjórða hundrað miljóna. En þetta kom frá á vef Fréttablaðsins nú í morgun.

Unnið er nú með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. Væntingar eru um að endurheimta fjárhæðina að miklum hluta en helmingur HS Orku er í eigu íslenskra lífeyrissjóða.

Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka atvikið og segir meðal annars þetta:

„Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins.

Einnig er þar tekið fram að málið muni engin áhrif hafa á viðskiptavini eða rekstur fyrirtækisins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing