Áætlað var að Marglytturnar myndu synda af stað í nótt en veðurskilyrði reyndust óhagstæð og þurfti því að fresta sundinu enn og aftur. En þær hafa beðið undanfarna daga eftir hentugum veðurskilyrðum til þess að leggjast til sunds yfir Ermasundið.
Sjá einnig: Marglytturnar synda í nótt.
„Við Marglytturnar voru mættar niður á höfn í nótt og hittum þar á Reed-feðga. Við vorum alveg í gírnum og tilbúnar að leggja af stað þrátt fyrir þennan vind, en svona er þetta með Ermarsundið, það eru margir áhrifaþættir. Við erum vongóðar að vind lægi og að við getum nýtt gluggann seinna í dag,“ er haft eftir Sigrúnu Þ. Geirsdóttur í Marglyttuhópnum.
Þetta kom fram á vef Mbl.