Völundur Snær Völundarson bjó ásamt fjölskyldu sinni á Bahamaeyjum og rak þar veitingastað í mörg ár.
Hann er nú floginn til Bahama eyjanna og ætlar að elda fyrir sjúkrahúsið þar og hjálpa þannig þeim sem svelta eftir eyðilegginguna.
Þetta kom fram á facebook síðu Þóru Sigurðardóttur eiginkonu Völundar.
„Völli er floginn út og bíður það verkefni að koma sér yfir á eyjuna okkar til að hjálpa. Framundan eru ógnarstór verkefni eins og að elda fyrir sjúkrahúsið á eyjunni og alla þá sem svelta.“
En fellibylurinn Dorian skildi eftir sig mikla eyðileggingu á eyjunum. Og er gríðalega stórt verkefni sem bíður þar við uppbyggingu.
Sjá einnig: Fellibylurinn Dorian nálgast Bandaríkin .