Hér er á ferðinni einföld og góð uppskrift af pönnukökum úr hráefnum sem flestir eiga til inn í skáp.
Mæli með að henda í þessar um helgina! Njótið!
Hráefni:
400 ml möndlumjólk
300 gr hveiti
50 gr hafrar
2 msk kókosolía brædd
1 tsk chia fræ
1 msk maple sýróp eða hunang
1 tsk lyftiduft
Aðferð:
Hrærðu öllum hráefnunum vel saman þar til úr verður þykkt deig. Ef þér finnst það of þunnt þá er gott að láta það standa í 5-10 mín þar til það þykknar. Pönnukökurnar eru síðan steiktar þar til þær eru fallega gylltar. Verði þér að góðu!