Auglýsing

Serótónínskortur og hnignun samfélagsins

Gunnar Dan Wiium verslunarstjóri, umboðsmaður og þáttarstjórnandi hlaðvarpsveitunar Þvottahúsið skrifar…

Mikil umræða hefur verið upp á síðkastið um skerta samkennd og hnignun í siðferði í samfélaginu. Eins og að fólk vakni í smá stund þegar meðbræður og systur á öllum aldri eru myrt og svikin. Í þessu litla samfélagi sem við búum í eru allir á einhvern hátt tengd svo allir þekkja einhvern sem allavega þekkir einhvern sem upplifir missir og ómælda sorg. Þessi sorg vekur okkur, opnar augu okkar í eitt augnablik þar sem við spyrjum gildra spurninga. Af hverju gerast þessir hlutir og hvar liggur orsakasamhengið?

Samkennd færir okkur saman og fær einstaklinginn til að sjá sig í öðrum. Samkennd fær mig sem einstakling til að upplifa sorg og gleði annara og viðskipti á tilfinningum á sér stað. Allt verður eitt og samfélagsvitundin rís á það svið sem henni er ætlað. Okkur er ekki ætlað að vinna á móti hvort öðru með spillingu og ofbeldi. Við skiptumst á reynslu hvers annars í virkri samkennd og berum raunir hvors annars. Svoleiðis á samfélag að virka en samt finnum við okkur á stað þar sem hópaskiptingin er algjör og ríkjandi hugmyndafræðilegur klofningur og þetta rof klæðum við í allskonar búninga eins og við raunverulega höldum að við sem heild mögulega komumst upp með það.

Þeir sem sitja í þeirri stöðu að eiga fjármagn á tímum sem þessum og nú tek ég það sem dæmi, þeir prísa sig sæla því búningurinn þægilegur og úr silki en á meðan er stór hluti þjóðarinnar að berjast fyrir mylsnum. Stór hluti þjóðarinnar upplifir sig í fjárhagslegu, húsnæðislegu og fyrir vikið í tilfinningalegu óöryggi á meðan lítill hluti sömu þjóðar ávaxtar auð sinn og upplifir kreppu fjöldans sem góðæri.

Þingfólk með áskrift að ráðherrastólum eru hálsdýpt í allskonar mega viðskiptum og ég hélt að það væri ekki einu sinni leyfilegt. Ég hélt að þessir einstaklingar þyrftu að skrifa undir eitthvað sem segir þeir beri ekki neina hagsmuni sérstaka nema hagsmuni þjóðarinnar hvað sem það “hugtak” raunverulega þýðir fyrir þeim.

Þessir einstaklingar stunda viðskipti í nafni einkavæðingar og ávallt á kostnað raunverulegra viðskipta byggð á samkennd. Og þessi sjúkdómur er smitandi, samkenndarskorturinn, hann leiðir í allar stéttir, svokallaða miðstétt og lástétt, öll einkavæðumst við. Í vantrausti og reiði byrjum við svíkja og berjast fyrir því sem við óttumst að annars verði tekið af okkur. Í þessu ástandi er ég að horfa upp á rísandi svarta vinnu því fyrst að þeir eða þau sem stjórna landinu svindla og komast upp með af hverju ættum við hin ekki að gera slíkt hið sama. Algjör sundrung og ó-skilvirkni, ábyrgðarleysi og reiði sem leiðir af sér ofbeldi og stríð.

Serótónín er að mestum hluta myndað í meltingarfærum og í taugafrumum miðtaugakerfisins. Wilkipedía segir að þegar enterókrómaffínfrumurnar fyllast af serótónínin er því seytt út í blóðið og blóðstyrkur þess hækkar. Blóðflögur og taugafrumur geta þá tekið serótónín upp úr blóðinu. Með framleiðslu og upptöku serótónín finnum við fyrir samkennd og við sjáum í raun bara eina hagsæld ganga yfir okkur öll en ekki aðeins innan innan einhvers ákveðins hóps.

Við rústum heilbrigðum boðefna viðskiptum með alkóhóli meðal annara efna sem hindrar endurupptöku á boðefnum. Við kljúfum okkur frá náttúrunni með allskonar aðferðum eins og með sýklalyfjum sem við tökum eins og hálsbrjóstsykur og fyrir vikið hreinsum út þarmaflóruna þar sem þessi dýrmætu boðefni verða til. Skortur á serótónín fer með okkur í þunglyndi og kvíða sem eðlileg afleiðing og þá rjúkum við í hinar og þessar geðfráviksgreiningar með “viðeigandi” lyfjagjöf.

Matvælin okkar eru unnin í drasl og margir eiga ekki annara kosta völ því lífrænn bíodynemískur matur kostar þrefalt meira og þá eigum við ekki fyrir bensíni einu sinni til að komast út í búð til að kaupa mat yfir höfuð.

Allt þunglyndi heimsins, einmannaleiki, reiði, kvíði, ójafnvægi, streita og ofbeldi er skortur á boðefnum sem afleiðing þeirra efna sem ríkið selur okkur á meðan önnur náttúruleg efni eru kol-ólögleg og álitin hættuleg. Í örvæntingu leitum við að dópamíni með skrolli öllum miðlum, samfélags, klám og fréttamiðlum. Við erum háð boðefnum en erum að missa getuna til að framleiða og endurupptaka þau á náttúrulegan hátt og það mun aðeins leiða af sér meiri og meiri þjáningu en samt sjáum við ekki orsakasamhengið. Við erum orðin blinduð af skjá birtunni og vonum bara að börnin okkar lifi þetta allavega af og verði heilli en við sjálf erum orðin.

Við að skrifa svona greiningu út frá vissri sýn og eflaust fyrir að aðra að lesa þessi ósköp hlýtur maður bara að fyllast vonleysi. Ég meina, er eitthvað hægt að gera til að sporna við þessu ófremdarástandi?

Svarið við þeirri spurningu er klárlega eitt stórt já. Það er margt hægt að gera og ég veit að þú lesandi góður veist svörin. Ég þarf ekki að telja þetta upp, öll þessi úrræði sem snúa að því að taka til í eigin garði hvað varðar þessa basic hluti eins og matarræði og venjur, hreyfingu og öndun og svefn.

Alkóhól er hættulegasta fíkniefnið sem til er þó svo að það sé búið að vefja það inn í einhvern menningarlegan skraut klæðnað. Langflestar lyfjalausnir við sjúkdómum sem flestir eru ekkert annað en lífsstílssjúkdómar eru eitur sem fáir hagnast stjarnfræðilega af. Þeir sem vilja lesa það úr þessum orðum að ég sé á móti öllum lyfjum sem til eru og hafa verið framleidd verða að eiga það við sjálft sig því það er ekki það sem ég er að segja.

Rísandi þjáning er ekki hægt að útrýma með einkenna miðuðum lausnum þó svo að oft finnist mér það eina sem við kunnum. Oft er lausnin beint fyrir framan mig og er ég horfi í spegill þá sé að ég ber ábyrgðina á eigin heilsu, eigin viðhorfum og gildum. Ég laga ekki rísandi þjáningu með að kenna kerfinu um, kerfið hefði á grípa þennan og ala þennan betur upp, þetta virkar ekki svona. Kerfið er einfaldlega bara endurspeglun á því sem við sem heild erum orðin. Við kjósum yfir okkur siðblindingjana og við trúum svokölluðu fagfólki bara því eitthvað skjal var einhverntíman rammað inn.

Ég einn ber ábyrgð á að vekja innsæi mitt og dómgreind, engin getur né gerir neitt fyrir mig, ég ber ábyrgð á að elska sjálfan mig í samræmi við hvernig ég elska allt og alla í kringum mig. Elskan er ekki skilyrt á þann hátt að ég geti elskað konuna mína og barn en hatað annan mann sem ég kenni um ófarir mínar. Elskan er ljósið sem lýsir upp alla skugga, elskan er heilbrigð mennska og ég geri tilkall til hennar.

Þetta er langloka og þetta eru orðin mín og þau hafa þýðingu. Þau eru rituð í kærleik til allra sem upplifa þjáningu sem og til allra sem orsaka hana, ég geri engan greinarmun þar á, þvi sá sem veldur þjáningu er alveg sama fórnarlambið og það sem hann skapar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing