Auglýsing

„Traust milli venjulegs fólks og bankastofnana er ekkert“

Gunnar Dan Wiuum skrifar…

Um helgina heyrði ég mann sem bæði aldrei talar ílla um neinn og með ríkt innsæi inn í alþjóða efnahagsmál halda því fram að seðlabankastjóri væri hálfviti. Í gær sá ég að facebookvinur sem kannski er smá aktivisti fá sér stórt húðflúr af Bjarna nokkrum Ben í gervi bjarnabófa. Í morgun sá ég fasteignaauglýsingu þar sem fermetraverðið á tveggja herbergja íbúð sem byggð var rétt eftir stríðsár var komið í tæpar eina komma þrjár. Lítil tveggja herbergja á hundrað kúlur.

Um helgina fór konan mín í nýja lágvöruverslun því Bónus er orðin svo dýr og í nýju búðinni voru tómar hillur og troðningur. Atvinnurekendur eru hvattir til að veita ekki neinar launahækkanir svo að verðbólgan hjaðni en á sama tíma er verðbólgan góðæri fyrir þann sem gefur skilaboðin. Bankastofnanir og stór-fyrirtæki græða á tá og fingri og verðbólgan er fyrir þeim kær komið ástand.

Traust milli venjulegs fólks og bankastofnana er ekkert. Traust milli venjulegs fólks og tryggingafélaga er ekkert. Traust milli venjulegs fólks og Alþingis er ekkert. Lífeyrissjóðir, bara gömul mýta, heilbrigðiskerfið orðið klofið kerfi, einkavætt til hægri og ílla aðgengilegt til vinstri. Trúin á lýðræði er orðin að engu.

Það er skugga arkitekt bakvið tjöldin og hann stillir sér ekki upp til kosninga, hann þarf þess ekki og situr tímabil eftir tímabil og ákvarðanir eru teknar. Aðgerðaráætlun sem snýr að því að hreinsa upp alla sjóði millistéttar og þrælavæða lægri stéttina. Öllu er sópað í einn sjóð sem fáir hafa aðgang að. Við erum að tala efnahags fasisma eða einræði pakkað í sellófan alræðis og vanmátturinn er algjör því DNA´ið okkar er stórslysa þrætt.

Ég hef aldrei lifað tíma sem þessa þar sem lýðræðisvitundin virðist vera í hnignun og stór hluti þjóðarinnar í upplausn á meðan góðæri ríkir fyrir eitt prósentið. Ég fæ að hanga á eignum eins og er svo lengi sem ég skulda ekki of mikið en mér líður samt sem áður eins og ég sé á skilorði.

Sem betur fer bjó ég erlendis í hálf-andan áratug og veit að ég get bara farið. Ég þarf nefnilega ekkert að búa á Íslandi nema að ég ákveði það. Það er ekkert mál að pakka bara í lítin gám og láta sig hverfa, bara ein ákvörðun. Fyrir okkur er þetta bara spurning um nokkur ár í viðbót sem við þraukum undir valdníðslu fjármagnseiganda og borgum handrukkara-vextina og svo gefum við þeim puttann og förum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing