„Hjartað okkar sprakk, við áttum alls ekki von á að atriðið okkar myndi komast svona langt,“ segja Alex Páls og Nóam Óli Stefánsson sem sigruðu Skrekk í gær.
Þeir fluttu frumsamið lag um það að koma út úr skápnum, en þeir eru báðir hinsegin og hafa gengið í gegnum þá reynslu að koma út úr skápnum.
Mikil gleði var í Hlíðaskóla í morgun þegar sigrinum var fagnað og fluttu þeir lagið ásamt hópi krakka úr skólanum. Mbl var á staðnum og tók stutt viðtal við strákana. Einnig má sjá flutning gærkvöldsins í Borgarleikhúsinu hér.