Auglýsing

Allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040

Full­trúar Bænda­sam­taka Íslands og stjórn­valda hafa skrifað undir sam­komu­lag um að stefna að því að íslensk naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð árið 2040.

Þetta verði gert m.a. með því að byggja upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, bættri fóðrun, meðhöndlun og nýtingu búfjáráburðar, markvissri jarðrækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kolefnisjafna búskap.

Til að stuðla að kolefnishlutleysi íslenskrar nautgriparæktar eru samningsaðilar sammála um að ráðstafa fjármagni af samning um starfsskilyrði nautgriparæktar til aðgerða í loftslagsmálum og tekið verður til skoðunar að innleiða fjárhagslega hvata fyrir bændur til að ná árangri í að auka bindingu kolefnis.

„Með þessu samkomulagi er verið að stíga mikilvæg skref fyrir frekari framþróun íslenskrar nautgriparæktar, m.a. með því að viðhalda kvótakerfi í mjólkurframleiðslu sem hefur ýtt undir þá miklu hagræðingu sem orðið hefur í greininni til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir hagsmuni neytenda að samstaða er um að efla og tryggja forsendur til samkeppni við vinnslu mjólkurafurða og því verður gerð greining á tækifærum til frekari aðskilnaðar milli söfnunar og sölu á hrámjólk frá vinnslu mjólkurafurða og öðrum rekstri. Samhliða er stefnt að því að stýritæki við verðlagningu mjólkurafurða verði þróuð til meira frjálsræðis með því að taka upp nýtt fyrirkomulag í stað Verðlagsnefndar búvöru, enda er núverandi fyrirkomulag að mörgu leyti tímaskekkja. Loks er rétt að fagna sérstaklega þeirri sterku og metnaðarfullu stefnumörkun sem bændur og stjórnvöld sameinast um að íslensk nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040.“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Þetta kemur fram á vef Kjarnans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing