Auglýsing

Bakaðar gulrætur með hvítlauk og parmesan

Hráefni:

  • 500 gr gulrætur
  • 2 msk smjör
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1/2 tsk ítalskt krydd
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 1/2 dl rifinn parmesan
  • 2 msk söxuð fersk steinselja

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið bökunapappír á ofnplötu. Skerið gulræturnar niður í strimla og setjið í stóra skál.

2. Bræðið smjör í litlum potti. Þegar smjörið er bráðið fer hvítlaukur, ítalskt krydd, salt og pipar saman við smjörið og hrært vel. Hellið smjör-blöndunni yfir gulræturnar og blandið vel. Dreifið næst parmesan osti yfir og blandið aftur vel saman.

3. Hellið gulrótunum á ofnplötuna og dreifið úr þeim. Bakið í um 20-25 mín eða þar til gulræturnar eru farnar að mýkjast vel. Takið úr ofninum og kryddið til með salti og pipar. Berið fram með ferskri steinselju.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing