„Við erum í banastuði hér í Bíó Paradís og það er svo margt framundan sem við getum ekki beðið að bjóða upp á!,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.
Frumsýnd 3. mars!
Ungur drengur og fjölskylda hans í verkamannastétt upplifa hina róstursömu tíma í Belfast á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Kvikmyndin hlýtur sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2022 en myndin skartar þeim Jamie Dornan og Judy Dench í aðalhlutverkum.
Frumsýnd 3. mars!
Franskar freistingar sem halda áfram
Eftir mjög vel heppnaða Franska kvikmyndahátíð sem lauk í gær- kynnir Bíó Paradís þrjár kvikmyndir sem halda áfram í almennum sýningum í Bíó Paradís
Eftirlaunaþegarnir Nina og Madeleine hafa lifað í leynum í ástarsambandi áratugunum saman. En sambandið tekur stakkaskiptum þegar ófyrirséður atburður breytir lífi þeirra til frambúðar …
Þær tvær(Deux) er með þeim Barbara Sukowa (Hannah Arendt, Lola, Rosa Luxemborg) og Martine Chevallier í aðalhlutverkum. Stórkostleg og hjartnæm ástarsaga sem komst á „stuttlista“ fyrir Óskarstilnefningu en myndin var framlag Frakklands til Óskarsins 2020. Ein sú vinsælasta á Franskri kvikmyndahátíð!
Opnunarmynd hátíðarinnarParís, 13. hverfií leikstjórn Jacques Audiard fer í almennar sýningar í dag!
Nýjasta kvikmyndin úr smiðju Jacques Audiard (Ryð og Bein, Dheephan). Myndin fjallar um vinahóp þar sem mörkin á milli vináttu og kynlífs eru óljós en myndin sló í gegn á kvikmyndahátíðinni Cannes þar sem hún keppti um Gullpálmann.
Eftir að André fær heilablóðfall hann sér þá ósk heitasta að enda líf sitt. Emmanuelle dóttir hans á í erfiðleikum með áfallið og við tekur innri barátta, mun hún virða óskir föður síns sem hún elskar svo heitt?
Allt fór vel er kvikmynd úr smiðju François Ozon (In the House, 8 Women, Summer´85) sem keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2021.
Heill dagur af klassík framundan næsta sunnudag!