Auglýsing

Börnin vita að Þórhildur á bæði eiginmann og kærasta: „Hjónabandið okkar hefur orðið svo margfalt betra og sterkara“

„Ég sagði þeim frá því að ég hefði verið í fréttunum og sonur minn níu ára var svona: ha, varstu í fréttunum af því að þú átt mann og kærasta? Ég sagði já og hann bara af hverju er það í fréttunum? Honum fannst það ekkert merkilegt,“ segir Þórhildur Magnúsdóttir sem vakið hefur mikla athygli fyrir að stíga fram og ræða opið samband sitt. Hún á bæði eiginmann og kærasta og börnin vita vel af því.
Í viðtali við RÚV segir Þórhildur að börnin kippi sér ekkert upp við fjölskyldumynstrið á heimilinu. Hún segir að sterk viðbrögð við opinberun sinni hafi ekki komið sér neitt á óvart. „Börnin okkar vita af þessu og við höfum sagt þeim hvernig sambandið er. Þetta er ekkert svo þekkt og fólk þekkir ekki marga í fjölkæru sambandi, og hefur ekki beina reynslu af velgengni slíkra sambanda. Það sér ekki fyrir sér hvernig það geti gengið. Það kom ekki á óvart að einhverjir væru hneykslaðir,“ segir hún.
Það var fyrir fjórum árum sem Kjartan og Þórhildur ákváðu að opna sambandið, þannig að þau gætu átt í sambandi við fleiri en hvort annað. Hún leggur áherslu á að ákvörðunin hafi verið sameiginleg og hvorki tekin í fljótfærni né vegna skorts á einhverju í hjónabandinu.

 „Það var alls ekki þannig. Við vorum mjög hamingjusöm og svo heyrðum við af þessum möguleika, fórum að ræða þetta og tókum ígrundaða umræðu í góðan tíma um hvernig okkur fannst þetta, hvernig okkur leið. Við lögðum mikla vinnu í þetta og ákváðum að breyta sambandi okkar. Þetta var alls ekki gert í flýti,“ segir Þórhildur og bætir við:

„Eftir að við Kjartan breyttum hjónabandinu okkar í poly hefur það orðið svo margfalt betra og sterkara að orð fá varla lýst. Við finnum meira frelsi, meira traust, við erum bæði meira við sjálf, getum verið heiðarlegri og líka notið okkar betur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing