Conor McGregor mætir aftur í búrið á laugardagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann sparaði ekki yfirlýsingarnar, að vanda.
Þetta er fyrsti bardagi McGregor í fimmtán mánuði eð síðan hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018.
„Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor á blaðamannafundinum í gær.
Hann segist bera virðingu fyrir mótherjanum, hinum 36 ára gamla Bandaríkjamanni Donald Cerrone, en honum muni engu að síður blæða á laugardaginn.
The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246
Watch the full press conference on @BBCiplayer here ➡️ https://t.co/5cfZc2JwLR pic.twitter.com/9d2SabtZ4s
— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020