Hráefni fyrir snúðana:
- 1 dl olía
- 1 dl sykur
- 1 pakki þurrger
- 10 dl hveiti
- ½ tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 5 dl mjólk
Hráefni fyrir fyllinguna:
- 10 msk bráðið smjör
- 2 dl sykur
- 2 msk kanill
Hráefni fyrir glassúr:
- 1 msk bráðið smjör
- 1 msk sterkt kaffi
- salt á hnífsoddi
- 230 gr flórsykur
- 1/2 tsk vanilludropar
- 2 msk mjólk
Aðferð:
1. Deigið: Setjið mjólk, olíu og sykur í pott og hitið þar til sykurinn er leystur upp. Takið pottinn af hellunni og hellið úr honum í hrærivélarskál. Hellið þurrgeri í skálina og leggið skálina til hliðar í 5-10 mín. Bætið þá 8 dl af hveiti saman við blönduna og hrærið vel saman í hrærivélinni ( notið „krókinn“ til þess að hnoða deigið ). Leggið stykki yfir skálina og leyfið þessu að standa í um klukkustund.
2. Blandið saman í aðra skál afgangnum af hveitinu, lyftidufti, matarsóda og salti. Hrærið saman með sleif. Hellið þessu síðan saman við deigið og blandið þessu vel saman. Leggið stykki yfir skálina og látið standa inni í ísskáp í nokkrar klukkustundir.
3. Smyrjið þrjú 20 cm mót með smjöri og leggið til hliðar. Fletjið deigið út, passið að dreifa hveiti undir svo það festist ekki við borðið. Penslið brættu smjöri yfir og dreifið sykri + kanil yfir. Rúllið deiginu upp í lengju og skerið síðan í c.a. 30 stk af 3 cm þykkum sneiðum. Raðið þeim í formin, það ættu að passa 10 snúðar í hvert form.
4. Hitið ofninn í 190 gráður. Leyfið snúðunum að standa á meðan ofninn hitnar. Bakið síðan í um 15-20 mín, eða þar til snúðarnir eru orðnir fallega ljós-gylltir. Kælið á meðan glassúrinn er útbúinn.
5. Hrærið vel saman öll hráefnin í glassúrinn, hellið rausnarlega yfir snúðana og berið fram strax.