Auglýsing

Dásamlegur kjúklingaréttur í karrý-kókos

Hráefni:

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 laukur, sneiddur niður
  • sjávarsalt
  • 8 stk kjúklingalæri og kjúklingaleggir
  • 2 tsk túrmerik
  • 2 tsk karrý
  • 1- 3 msk rautt karrý mauk
  • 3- 4 tómatar, skornir niður
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 msk fiskisósa
  • 2 tsk púðursykur
  • 1 1/2 dl gróft saxað ferskt kóríander
  •  120 gr spínat

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Hitið 1 msk ólívuolíu á stórri pönnu. Steikið laukinn þar til hann fer að mýkjast vel. Kryddið til með salti.

3. Setjið kjúklinginn í stóra skál og kryddið hann með salti.

4. Bætið karrý, túrmerik og rauðu karrý mauki á pönnuna ásamt lauknum og blandið vel saman. Setjið þá tómatana saman við og hrærið vel í þessu þar til tómatarnir fara að mýkjast. Hellið þá kókosmjólkinni saman við. Fyllið tómu dósina næst af vatni og hellið saman við. Bætið fiskisósu og púðursykri saman við og náið upp suðu.

5. Raðið kjúklingabitunum á pönnuna og veltið þeim vel upp úr sósunni. Færið pönnuna inn í ofninn og bakið í 1 klst. Takið úr ofninum og hrærið kóríander og spínat saman við. Berið fram strax ásamt hrísgrjónum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing