Halldór Halldórsson, dramatúrgur og rappari, betur þekktur sem Dóri DNA, fullyrti það í færslu á Twitter í gær að það taki hann aldrei lengri tíma en 2 mínútur að svæfa börnin. Hefur þessi færsla hans vakið upp skemmtileg viðbrögð mis-þreyttra foreldra.
Ég á þrjú börn. Eftir 9 mánað aldur hef ég aldrei þurft ad eyda meira en 2 mínútum í að svæfa neitt þeirra.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) November 7, 2019
Einn vill meina að þetta sé bull og því svaraði Dóri: „Bara uppeldi. Nú ferð þú að sofa..eitt lag sungið. Bæ bæ“ og svo bætir hann við: „Kyssi góða nótt og goner“.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra á mögulega bestu athugasemdina við færsluna:
Næhæs! Það er samt smá eins og þú sért að biðja um að vera skallaður af buguðu foreldri á morgun. En þá bara: eitt lag sungið, bæ bæ.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) November 7, 2019
Ari Eldjárn skrifaði einnig við færsluna:
2,5 klst í gær. Á mánuði = 70 klst. Öskur trúðsins í nóttinni.
— Ari Eldjárn (@arieldjarn) November 8, 2019
Þorbjörg:
Ég er að reyna að samgleðjast bara en það er erfitt
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) November 7, 2019
Einn bugaður:
Það hefur einu sinni gerst að ég nái að svæfa án þess að það sé öskrað á mig. Yfirleitt er ég laminn líka
— Sigurjón Njarðarson (@sigurjon15) November 8, 2019