Auglýsing

Er nokkuð hægt að deyja úr hræðslu?

Smávægilegur ótti kann að gagnast okkur þannig að við verðum snör í snúningum ef hætta steðjar að en of mikið adrenalínflæði kann hins vegar að vera lífshættulegt.

Á því leikur enginn vafi að hægt er að deyja úr hræðslu. Það er meira að segja hægt að deyða aðra með því að hræða þá. Árið 2009 var Bandaríkjamaður dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hræða til dauða 79 ára gamla konu, sem hann braust inn hjá. Konan varð svo skelfd yfir að sjá ókunnugan mann inni á heimili sínu að hún fékk hjartaáfall og lést.

Líkt og við á um aðrar æðri dýrategundir bregst maðurinn við ótta með svonefndum „ótta- eða bardagaviðbrögðum“. Þegar það gerist myndast nánast samstundis streituástand í líkamanum og hann bregst fyrir vikið hratt og markvisst við. Viðbrögðin myndast í heilanum sem sendir boð um sympatíska taugakerfið í nýrnahetturnar um að framleiða streituhormónin adrenalín og nóradrenalín.

Heilinn eykur og minnkar óttann

Þegar við skynjum hugsanlega ógn myndast ósjálfrátt ótti í heilasvæðinu sem kallast mandla. Meðvitund okkar einblínir á ógnina en skynsemishluti heilans metur hvort hætta steðji að okkur í raun og veru.

Ógn virkjar möndluna

Þegar skynfærin skynja eitthvað sem hræðir okkur, t.d. ef við sjáum eitthvað skelfilegt, berast taugaboð til möndlunnar, þar sem unnið er úr neikvæðum tilfinningum. Meti mandlan sem svo að við séum í hættu stödd sendir hún boð út í líkamann um að framleiða streituhormón.

Meðvitundin beinist að hættunni

ACC-heilasvæðið í heilaberki ennisblaðanna beinir athygli okkar að því sem er mikilvægast að einblína á. Í heilasvæði þessu er einblínt á hættur og boð berast til möndlunnar sem eykur enn á óttann.

Grein þessa má finna í heild sinni á vef Lifandi vísinda.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing