Erlendur ferðamaður tók myndband sem birtist á Youtube rásinni Iceland Explorer og sýnir þegar hann ekur á eftir rútu og öðrum bíl að Bláa Lóninu eftir að hraun hefur verið fjarlægt af veginum.
Í myndbandinu má sjá að enn rýkur úr hrauninu í vegkantinum og myndu eflaust margir hætta við eftir að sjá slíka sjón en hann segir að áður en komið er að hrauninu að þetta muni verða einstök lífsreynsla.
Vegurinn er vandlega merktur og opinn fyrir akstur þó svo að enn rjúki úr hrauninu meðfram veginum.
Þúsundir manna hafa séð myndbandið en hægt er að sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.