Fyrstu þáttur Fanga var á dagskrá RÚV í kvöld. Eins og þegar Ófærð var sýnd á síðasta ári þá var mikið í gangi á Twitter á meðan Fangar voru í gangi. Fólk grínaði, hrósaði, kvartaði og kom staðreyndum á framfæri.
Nútíminn tók saman það helsta.
Fólk virðist ánægt með byrjunina og Jón Gnarr sló tóninn
svakalega flottir þættir sem lofa góðu! #fangar
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) January 1, 2017
Mér fannst title-sequence-ið í #Fangar mjög vel heppnað. Minnti dálítið á Áströlsku Glitch, en samt töff íslenskt chic noir sem ég fíla.
— Nína Richter (@Kisumamma) January 1, 2017
Grínkeppnin var að sjálfsögðu öflug
Ég sakna Magga litla…#fangar
— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) January 1, 2017
Ég verð að vita fyrir hvaða flokk Dóra Geirharðs er á þingi. Það mun móta afstöðu mína í þáttunum. #fangar
— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 1, 2017
Garðar Örn mættur. Jón Viðar fær sér hjartatöflur. #fangar
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 1, 2017
Sýnist pabbinn hafa lent í smá Lindu buffi. #fangar
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) January 1, 2017
Staðreyndavaktin á Twitter stóð sig
Það hefur víst kona verið formaður Lögmannafélagsins. Þórunn Guðmundsdóttir. Hefði átt að gúgla betur. LMFÍ er 105 samt ára. #fangar
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) January 1, 2017
Ómæ er hún ódæmd vistuð með afplánunarföngum. Halló! Það er sko mannréttindabrot! #fangar
— Anna Rut Kristjánsdóttir (@annarutkri) January 1, 2017
Þetta er ekki íbúð manneskju sem er búin að vera í neyslu í 5-10 ár. #fangar
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) January 1, 2017
algengur misskilningur að allir fíklar séu ósnyrtilegir #fangar
— e̟̱̤̜̘l̝̹̜i̪͎ͅs̺̳͓̯̥a̵̰͉̮͈b̝e҉͖͍̤̲̳t̛̫̝ (@jtebasile) January 1, 2017
Það voru svo tveir hlutir sem stálu senunni. Snickers-stykki sem gæti reynst mikill örlagavaldur í lífi Lindu og sími móður hennar, forláta Nokia 3310
Ég er í sjokki yfir nokia símanum #Fangar
— Steinunn Vigdís (@Silladis) January 1, 2017
— Julia Skagfjord (@juliaskagfjord) January 1, 2017