Auglýsing

Fyrstu keppendur Tinder laugarinnar

Fyrstu kepp­endur í stefnu­móta­þátta­röðinni Tinder laugin voru af­hjúpaðir á Insta­gram í dag. Spyrlar þáttanna verða förðunar­fræðingurinn Kristín Avon, hlað­varps­stjarnan Sara Björk og frí­stundar­leið­beinandinn Dag­björt Rúriks. Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

„Ef þið hafið á­huga á að komast á deit með þessum skvísum, ekki hika við að senda um­sókn á Tinder­laugin@gma­il.com,“ segir  þátta­stjórnandinn Lína Birgitta á Instagram í dag.

Lína segir nýju þættina taka mið af því sem er að gerast í stefnu­­móta­­senunni í dag en hún sótti einnig innblástur í Djúpu Laugina, stefnumótaþætti sem nutu vinsælda hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum.

„Þetta verður í raun eins og Djúpa laugin með Tinder í­vafi,“ sagði Lína í sam­tali við Fréttablaðið í vikunni. Þættirnir verða settir upp þannig að, líkt og í Djúpu lauginni, verður einn spyrill og þrír kepp­endur sem keppast um að vinna stefnu­­mót með því að svara spurningum um per­­sónu­­leika sinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing