Auglýsing

Harris bauð öllum Bandaríkjamönnum að mæta á baráttufund hjá Trump

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins, og Kamala Harris, for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, tókust á í sínum fyrstu kappræðum vestanhafs í nótt á íslenskum tíma.

ABC sjónvarpsstöðin og tveir spyrlar hennar hafa verið gagnrýnd fyrir mjög hlutdræga nálgun Kamölu Harris í vil en sumir segja að í raun hafi Donald Trump verið einn á móti þremur í útsendingunni. Þetta hafi komið mjög fljótlega í ljós þegar Trump fékk alltaf gagnrýnar eftirfylgnisspurningar en Harris var leyft að sleppa með mjög loðin svör.

Spyrlarnir þrýstu báðir ítrekað á Trump með svokallaðri staðreyndavakt sem reyndist vandræðilega áköf á köflum á meðan þeir leyfðu Harris að ljúga sig í allar áttir sagði Ryan Saavedra á miðlinum Daily Wire.

„ABC er að gera stór mistök með þessari staðreyndavöktun í beinni útsendingu,“ sagði Ari Fletcher, fyrrverandi fréttaritari Hvíta hússins. „Þeir eru eingöngu að sanna hversu hlutdrægir þeir eru.“

Hvað alþjóðamál snertir, ræddu þau tengslin við Kína, innrás Rússa í Úkraínu, stríðið í Gaza og brottför bandaríska hersins frá Afganistan. Í þó nokkur skipti sökuðu þau hvort annað um lygar, hvort sem umræðurnar vörðuðu innan-eða utanríkismál.

Eitt af því sem kom áhorfendum væntanlega á óvart var að Harris bauð öllum Bandaríkjamönnum að mæta á baráttufund hjá Trump.

„Ég ætla í raun að gera nokkuð mjög óvenjulegt, ég ætla að bjóða ykkur að mæta á einn af fundum Donald Trump því það er mjög áhugavert að sjá,“ sagði hún.

Hún vildi sýna fram á að fjöldinn yfirgæfi staðinn „snemma úr leiðindum.“ Trump svaraði um hæl og sagði fólk ekki sækja fundi hjá Harris, „það væri engin ástæða til að mæta“, og þeim sem mættu þyrfti að borga fyrir og sækja. Hann bætti því við að fundir hans væru stórkostlegir og þeir stærstu í sögu stjórnmála, fullir að fólki sem vildi endurheimta landið sitt, sem hann sagði vera „fallandi þjóðríki“, nokkuð sem gerðist þegar Biden tók við forsetaembættinu fyrir þremur og hálfu ári.

Trump talaði mikið um milljónir ólöglegra innflytjenda á tímum Biden-stjórnarinnar sem hann sagði mest vera ógæfufólk og glæpalýð sem Suður-Ameríka hafi viljað losna við, meðal annars úr fangelsum, og sent til Bandaríkjanna. Vildi hann meina að Biden og Harris vonuðust til að þetta fólk myndi veita þeim brautargengi í komandi kosningum.

Hér má sjá hlutann úr kappræðunum þar sem Harris býður Bandaríkjunum að sækja baráttufundi Trump.

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing